14. janúar 2022
Adobe – Skólatölvur
ATH: Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar fyrir tölvur skólans
Þegar farið er inn á Adobe á tölvum skólans er mikilvægt að byrja á því að opna Adobe Creative Cloud forritið og skrá sig inn með annað hvort Google eða Facebook.
Fyrst þarf að smella á annað hvort „Continue with Google“ eða „Continue with Facebook“ eftir því hvort þú vilt nota.
Þegar það er gert þá opnast vafri með innskráningarglugga fyrir þá þjónustu sem var valin (Google eða Facebook). Þar skráir þú þig inn með þínum Google eða Facebook aðgangi.
Eftir það opnast Adobe Creative Cloud með lista af forritum sem eru á tölvunni. Þá er hægt að opna það forrit sem þarf að nota og byrja að vinna.
Muna að nota Lightroom Classic í stað Lightroom.