fbpx
en
Menu
en

Fjarkennsla – Kennarar

17. mars 2020

Fjarkennsla – Kennarar

Hvernig get ég kennt í fjarkennslu?

Inna  verður aðalupplýsingaleið kennara til nemenda, þar munu kennarar áfram setja inn verkefni, í raun verður allt sem áður var unnið í Innu gert þar áfram og líta má á Teams sem viðbót – leið fyrir kennara til að hafa bein samskipti við nemendur sem eru heima.

Næsta skref er að læra á hvernig Microsoft Teams virkar og þá er best að fara inn á https://tskoli.is/fjarkennsla/ms-teams/ og horfa á þau myndbönd sem þar eru. Þetta eru stutt myndbönd og fara ágætlega yfir byrjunaratriðin í hvernig Teams virkar.

Gott er að muna að Inna verður áfram aðaltengiliður kennara við nemendur og því er mikilvægt að geyma allt kennsluefni þar inni, hvort sem það eru pdf skjöl eða myndbönd sem kennarar gera.

 

OBS er annað forrit sem mjög gott er að kunna á og geta notað. Kennsluefni um það er hér:

Þetta er forrit sem kennarar geta notað til að taka upp myndbönd og hljóð af tölvunum sínum og er mjög öflug viðbót til að nota með Teams.

Til dæmis þá er hægt að kveikja á OBS og láta það taka upp allt sem kennari er að gera á tölvunni og kveikja svo á Teams og halda kennslu þar fyrir nemendur. Í Teams er hægt að halda fjarfundi og vera með spjall þannig að nemendur geta þá spurt spurninga og talað við kennara sinn beint. Þegar þessi „kennsla“ er búin á að stoppa upptökuna í OBS, fara í Innu og vista myndbandið. Þannig geta nemendur sem hafa misst af því að vera á Teams fundinum séð myndbandið seinna.

Annað dæmi er að ef kennari vill taka upp lausn á verkefni þá getur hann kveikt á OBS og leyst verkefnið í tölvunni sinni og jafnframt tekið upp mynd og hljóð af sér að útskýra hvernig hann er að gera það. Vistað svo myndbandið og hlaðið því inn á Innu.

Tölvudeildin með nokkuð ítarlegar skriflegar leiðbeiningar á https://tskoli.is/nethjalp/  og myndbönd á  https://tskoli.is/fjarkennsla/ Þar má finna flestar leiðbeiningar um vandamál og svör við algengum spurningum. Endilega byrjið á því að fara þangað ef það eru spurningar eða vandamál en svo má senda okkur tölvupóst á [email protected] ef það eru vandamál sem þið teljið ykkur ekki geta leyst.