GitHub
Síðast uppfært: 31. Október 2024
Þessar leiðbeiningar sýna þér hvernig á að fá Github Student Developer pack, sem gefur nemendum Tækniskólans aðgang að ýmsum forritum.
───
Yfirlit:
1. Sækja pakkann
Til að sækja pakkann þarf að fara á þessa síðu, og síðan smella á „Sign up for Student Developer Pack“.
2. Skrá inn
Næst þurfið þið að skrá ykkur inn á GitHub eða stofna nýjan aðgang. Ef þú þarft að búa til nýjan aðgang þá mælum við með því að nota skólanetfangið ykkar.
3. Umsókn
Forkröfur:
- Þið þurfið að setja inn fullt löglega nafnið ykkar í Github billing information. (Hér)
- Þið þurfið að kveikja á two-factor authentication á Github reikninginum ykkar. (Leiðbeiningar)
- Þið þurfið að uppfæra Github profílinn ykkar (mynd, nafn, fornöfn). (Leiðbeiningar)
- Þið þurfið að búa til README fyrir Github prófílinn ykkar. (Leiðbeiningar)
Eftir að skrá ykkur inn þá opnast þessi síða, veljið „Student“.
Ef þið skráðu ykkur inn með skólanetfanginu ykkar þá ættu þið að fá þessi skilaboð, hér ýtið þið á „Select this school“ og síðan „Continue“. Þið getið síðan farið í skref 4 til að halda áfram.
Bæta við skólanetfangi
Ef þið skráðu ykkur ekki inn með skólanetfangi þá þurfið þið að leita af Tækniskólanum, og velja „Technical College, Reykjavik“.
Hér þurfið þið síðan að ýta á „Add an email address“.
Ný síða mun opnast og hér þurfið þið að setja in skólanetfangið ykkar, eftir að ýta á „Add“ þá mun Github senda ykkur tölvupóst í pósthólf skólanetfangsins ykkar til að samþykja tenginguna, þar þurfið þið að ýta á „Verify email address“. Eftir að klára þetta þá getið þið fylgt byrjuninni á þessu skrefi (skref 3).
4. Sanna að þið eruð í námi
Þegar þið valið Tækniskólann þá mun ný síða opnast, hér þurfið þið að taka mynd af skólakortinu ykkar og setja það inn hérna. Að lokum ýtið þið á „Process my application“. Það getur tekið smá tíma að vinna umsóknina þína.
Að lokum þá getið þið farið aftur á þessa síðu og þá ættu þið að vera með aðgang að öllu sem þar er í boði.