fbpx
en
Menu
en

GitHub

04. mars 2021

GitHub

Síðast uppfært: 31. Október 2024

Þessar leiðbein­ingar sýna þér hvernig á að fá Github Stu­dent Developer pack, sem gefur nem­endum Tækni­skólans aðgang að ýmsum for­ritum.

───

Yfirlit:

  1. Sækja pakkann
  2. Skrá inn
  3. Umsókn
  4. Sanna að þið eruð í námi

1. Sækja pakkann

Til að sækja pakkann þarf að fara á þessa síðu, og síðan smella á „Sign up for Stu­dent Developer Pack“.


2. Skrá inn

Næst þurfið þið að skrá ykkur inn á GitHub eða stofna nýjan aðgang. Ef þú þarft að búa til nýjan aðgang þá mælum við með því að nota skóla­net­fangið ykkar.

 


3. Umsókn

Forkröfur:

  • Þið þurfið að setja inn fullt löglega nafnið ykkar í Github billing information. (Hér)
  • Þið þurfið að kveikja á two-factor authentication á Github reikninginum ykkar. (Leiðbeiningar)
  • Þið þurfið að uppfæra Github profílinn ykkar (mynd, nafn, fornöfn). (Leiðbeiningar)
  • Þið þurfið að búa til README fyrir Github prófílinn ykkar. (Leiðbeiningar)

 

Eftir að skrá ykkur inn þá opnast þessi síða, veljið „Stu­dent“.

Ef þið skráðu ykkur inn með skóla­net­fanginu ykkar þá ættu þið að fá þessi skilaboð, hér ýtið þið á „Select this school“ og síðan „Cont­inue“. Þið getið síðan farið í skref 4 til að halda áfram.

Bæta við skólanetfangi

Ef þið skráðu ykkur ekki inn með skóla­net­fangi þá þurfið þið að leita af Tækni­skól­anum, og velja „Technical Col­lege, Reykjavik“.

Hér þurfið þið síðan að ýta á „Add an email address“.

Ný síða mun opnast og hér þurfið þið að setja in skóla­net­fangið ykkar, eftir að ýta á „Add“ þá mun Github senda ykkur tölvu­póst í póst­hólf skóla­net­fangsins ykkar til að samþykja teng­inguna, þar þurfið þið að ýta á „Verify email address“. Eftir að klára þetta þá getið þið fylgt byrjuninni á þessu skrefi (skref 3).


4. Sanna að þið eruð í námi

Þegar þið valið Tækni­skólann þá mun ný síða opnast, hér þurfið þið að taka mynd af skóla­kortinu ykkar og setja það inn hérna. Að lokum ýtið þið á „Process my app­lication“. Það getur tekið smá tíma að vinna umsóknina þína.

ATH: Allir nemar ættu að hafa kort, en ef þú ert ekki með kort þá þarftu að fara í bókasafn Tækniskólans og fá það þar.

Að lokum þá getið þið farið aftur á þessa síðu og þá ættu þið að vera með aðgang að öllu sem þar er í boði.