GitHub
Github býður nemendum Tækniskólans upp á aðgang að ýmsum forritum í gegnum GitHub Student Developer Pack. Hægt er að nálgast pakkann hér
1. Sækja pakkann
Til að sækja pakkann þarf fyrst að smella á „Get your pack“ á síðunni
2. Skrá inn
Næst þurfið þið að skrá ykkur inn á GitHub eða stofna nýjan aðgang. Ef þú þarft að búa til nýjan aðgang þá mælum við með því að nota skólanetfangið ykkar.
Ef þið skráið ykkur ekki með skólanetfanginu ykkar þá þurfið þið að tengja það við aðganginn ykkar fyrst með því að scrolla niður á síðunni og smella á Add an email address. Þar sláið þið síðan inn skólanetfangið ykkar og staðfestið það miðað við þeirra leiðbeiningar. Eftir að það er búið skulið þið refresha síðuna.
3. Umsókn
Þegar að þið hafið staðfest skólanetfangið ykkar mun formið á síðunni breytast. Skrifið upp ykkar ástæðu fyrir að nota GitHub (í stuttu máli) og smellið síðan á Submit your information takkann. Farið síðan aftur á þessa síðu þá ættuð þið að vera með aðgang að öllu sem þar er í boði.