Hreinsa skyndiminni í vafra
Síðast uppfært: 28. Október 2024
Þessar leiðbeiningar sýna þér hvernig á að hreinsa efni t.d. skjöl sem vefsíður hafa vistað í vafra.
───
Yfirlit:
Chrome
Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og ýtið svo á „Delete browsing data…“.

Hér kemur upp nýr gluggi og við þurfum að passa upp á að velja réttu valmöguleikana eins og sést hér á myndinni fyrir neðan og svo ýta á „Delete data“.

Edge
Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og ýtið svo á „Settings“.

Næst þarf að velja „Privacy, search, and services“ og finna „Delete browsing data“, þú gætir þurft að scrolla örlítið niður til að finna það. Síðan ýtir þú á „Choose what to clear“ takkann.

Hér kemur upp nýr gluggi og við þurfum að passa upp á að velja réttu valmöguleikana eins og sést hér á myndinni fyrir neðan og svo ýta á „Clear now“.

Firefox
Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og ýtið svo á “Settings“.

Næst þarf að velja „Privacy & Security“ og finna „Cookies and Site Data“, þú gætir þurft að scrolla örlítið niður til að finna það. Síðan ýtir þú á „Clear Data…“ takkann.

Hér kemur upp nýr gluggi og við þurfum að passa upp á að velja réttu valmöguleikana eins og sést hér á myndinni fyrir neðan og svo ýta á „Clear“.
