fbpx
en
Menu
en

Notkun spjaldtölva

23. mars 2020

Notkun spjald­tölva

Hér á eftir er fjallað um gagnleg smá­forrit (öpp) sem nýtast við upp­tökur á dæm­a­reikn­ingi og hvernig er best að geyma mynd­skeiðin þannig að nem­endur hafi aðgang að þeim. Þessi umfjöllun ætti að geta nýst í fjöl­mörgum greinum þar sem dæm­a­reikn­ingur er fyr­irferðarmikill, eins og í stærðfræði, raun­greinum, raf­magnsfræði og vélfræði en nýt­ing­ar­mögu­leik­arnir gætu leynst miklu víðar. Í slíkum greinum er yfir­leitt nauðsyn­legt að kennari fari í gegnum helstu dæmi svo nem­endur eigi raun­hæfa mögu­leika á að geta reiknað dæmi sjálfir.

 

Dæmi úr STÆR2AH

Þetta mynd­skeið var tekið upp í for­ritinu Explain Everything á Ipad-spjald­tölvu og með Apple penna. Hægt er að nota hvaða penna sem er ef hann virkar á snerti­skjá á annað borð.

 

Helstu forrit (öpp) til að taka upp dæmareikning

Hér eru nokkur forrit sem henta til að taka upp handskrifuð dæmi eins og hér á undan.

 

Explain Everything

Explain Everything er ókeypis ef ekki verið að vinna með meira en þrjú verkefni í einu þannig að kenn­arar geta auðveld­lega prófað hvort þetta hentar þeim. Kenn­arar geta síðan keypt ótak­markaða útgáfu á $25 fyrir árið.
For­ritið býður upp á nokkuð full­komna mögu­leika á því að bæta myndum, mynd­skeiðum og öðrum skjölum inn í glærur ef áhugi er á því að búa til lengri fyr­ir­lestra eða kynn­ing­ar­mynd­bönd.
Það er líka mögu­leiki í for­ritinu að hleypa gestum inn að fylgjast með dæm­a­reikn­ingum með spjalli og kannski vilja ein­hverjir prófa þann mögu­leika.

 

Doceri

Doceri er ókeypis ef það er notað ein­göngu til að búa til mynd­skeið og hlaða þeim upp á vefinn. Það þarf reyndar að borga 7 dollara til að losna við vatns­merki í horninu á hverri glæru en vatns­merkið er ekki mjög trufl­andi. Doceri býður upp á fleiri eig­in­leika en það þarf að borga fyrir þá

Educreations

Educreations er mjög ein­falt í notkun og hefur þann kost að ekki þarf að hugsa um að hlaða upp mynd­skeiðum á vefinn, frekar en maður vill. Í staðinn eru mynd­skeiðin geymd á síðu hjá framleiðanda for­ritsins. Þú ferð svo inn á þessa vefsíðu og nærð í hlekk inn á mynd­skeiðið þitt. Þessi lausn gæti hentað þeim sem ætla sér ekki stóra hluti í þessum efnum og eru að hugsa um ein­fald­leikann fyrst og fremst. Þetta forrit virkar þó aðeins á Ipad og Iphone.