Menu

Kafli 1 – Skólanámskrá


 

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins

Tækni­skólinn, skóli atvinnu­lífsins er einka­rekinn fram­halds­skóli, rekstr­ar­félag, með þjón­ustu­samning við mennta- og barna­málaráðuneytið um rekstur fram­halds­skóla. Í þjón­ustu­samn­ingnum eru ákvæði um að rekstr­ar­félag skólans geti ekki tekið arð úr rekstr­inum og allur ábati skili sér í skóla­starfið. Markmið eig­enda rekstr­ar­fé­lagsins er að skólinn skili færum starfs­mönnum út í atvinnu­lífið.

Skipurit skólans sýnir und­ir­skólana og stjórn­sýslu. Rekstr­ar­fé­lagið er í eigu aðila atvinnu­lífsins, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sam­taka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmanna­fé­lagsins í Reykjavík. Skólinn var stofnaður vorið 2008 með samruna Iðnskólans í Reykjavík og Fjöl­tækni­skóla Íslands. Iðnskólinn í Hafnarfirði varð hluti af Tækni­skól­anum haustið 2015.

Tækni­skólinn hefur sam­eig­in­lega yfir­stjórn en kennslan skiptist milli átta und­ir­skóla sem hafa fag­legt sjálfstæði. Það eru Bygg­inga­tækni­skólinn, Hönn­unar- og hand­verks­skólinn, Raf­tækni­skólinn, Skip­stjórn­ar­skólinn, Tækniaka­demía, Tækni­mennta­skólinn, Upp­lýs­inga­tækni­skólinn og Vél­tækni­skólinn. Skóla­meistari stýrir Tækni­skól­anum en skóla­stjóri er yfir hverjum und­ir­skól­anna. Tækni­skólinn starfar eftir áfanga­kerfi. Námslok við skólann miðast við að nem­endur hafi lokið til­skildum áföngum og ein­inga­fjölda eins og til­greint er í braut­ar­lýs­ingum skóla­nám­skrár. Skóla­árinu er skipt upp í fjórar spannir, haustönn og vorönn.

 

Hlutverk

Hlut­verk Tækni­skólans, skóla atvinnu­lífsins, er að stuðla að alhliða þroska nem­enda, búa þá undir störf í atvinnu­lífinu og frekara nám í sér­skólum og háskólum. Einnig er það hlut­verk skólans að búa nem­endur undir virka þátt­töku í lýðræðisþjóðfélagi og leitast við að efla með þeim ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfs­traust og umburðarlyndi. Tækni­skólinn, skóli atvinnu­lífsins starfar sam­kvæmt lögum um fram­halds­skóla og aðalnám­skrá fram­halds­skóla.

 

Sérstaða

Sérstaða Tækni­skólans felst í nánum tengslum hans við atvinnu­lífið í gegnum eign­ar­halds­félag hans og fagráð sem tengjast öllum náms­brautum skólans. Flestar náms­brautir Tækni­skólans veita mark­vissan und­ir­búning til ákveðinna starfa jafn­framt því sem þær opna leiðir til áfram­hald­andi náms. Sér­stakt hlut­verk Tækni­skólans er að mennta eft­ir­sótt fólk í hand­verks,- iðnaðar,- tækni-, tölvu-, vél­stjórnar, skip­stjórnar- og sjáv­ar­út­vegs­greinum til starfa í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi.

 

Markmið

Meg­in­markmið Tækni­skólans, skóla atvinnu­lífsins, er að veita nem­endum menntun sem sam­tímis er sniðin að þörfum nem­enda og atvinnu­lífs, auðgar líf ein­stak­ling­anna og eflir sam­fé­lagið. Það er stefna skólans að vera ávallt í far­ar­broddi í þróun náms­brauta, kennslu­hátta og notkun upp­lýs­inga­tækni í kennslu.

 


Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn