Menu

Kafli 4 – Skólanámskrá


Gildi, stefna og markmið Tækniskólans

Tækni­skólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mik­il­vægt er að starf innan skólans sé á grund­velli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem sam­tíminn gerir til skóla­starfs. Samhliða er horft til framtíðar og rýnt í þróun kennslu og starfs­hátta. Gildi skólans eru alúð, fram­sækni og fjöl­breyti­leiki. Sjá nánar STS-002

 

Forvarnarstefna

Stefna Tækni­skólans er að styðja nem­endur í að setja sér skýr markmið í lífinu og vinna mark­visst að því að ná þeim. Skólinn leggur áherslu á lífs­hætti sem leiða til sjálfsvirðingar, sjálfs­stjórnar og árangurs. Skólinn leggur einnig áherslu á virðingu fyrir ein­stak­lingum og sérstöðu þeirra, öflugt félagslíf, gott mötu­neyti og marg­vís­lega nem­endaþjón­ustu. Skólinn vill aðstoða þá sem hafa ánetjast vímu­efnum og í skól­anum er notkun tóbaks, áfengis og annarra vímu­efna bönnuð. Starf verk­efna­stjóra for­varna og félags­mála STL-021 er hluti af fram­kvæmd þess­arar stefnu. Sjá nánar STS-022

 

Heilsustefna

Tækni­skólinn er heilsu­efl­andi fram­halds­skóli og vinnur sam­kvæmt markmiðum land­læknisembætt­isins. Sjá nánar STS-018

 

Jafnlaunastefna

Stefna Tækni­skólans er að allir starfs­menn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Sjá nánar STS-027

 

Jafnréttisstefna og áætlun

Markmið áætl­un­ar­innar er að gæta þess að nem­endum og starfs­fólki skólans sé ekki mis­munað eftir upp­runa, þjóðerni, litar­hætti, kynferði, kyn­hneigð, fötlun, fjárhag, tungu, trú­ar­brögðum og stjórn­málaskoðunum. Stefna skólans er að vinna að jafnræði og jafn­rétti allra minni­hluta­hópa þannig að þeir hafi sem jöfnust tæki­færi. Markmiðið er að stuðla að jafn­rétti kynj­anna í skól­anum, jöfnum tæki­færum, áhrifum og virðingu karla, kvenna og fólks með hlut­lausa skrán­ingu kyns í þjóðskrá bæði meðal starfs­fólks og nem­enda. Grunn­gildi Tækni­skólans eru alúð, fram­sækni og fjöl­breyti­leiki. Gildin skulu end­ur­speglast í öllu starfi skólans og sam­skiptum fólks í milli. Sjá nánar STS-015

 

Persónuverndarstefna

Tækni­skólinn leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð per­sónu­upp­lýs­inga sé í sam­ræmi við ákvæði laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga. Markmið per­sónu­verndar-stefn­unnar er að auðvelda ein­stak­lingum að átta sig á hvaða upp­lýs­ingum skólinn safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær. Eins er því lýst hver er réttur nem­enda og starfs­fólks varðandi per­sónu­upp­lýs­ingar og hvert er hægt að leita eftir upp­lýs­ingum eða ef fólki þykir á sér brotið. Sjá nánar STS-024

 

Mannauðsstefna

Mannauður Tækni­skólans er verðmætur og til þess að ofan­greint sé mögu­legt þarf að hlúa að starfs­mönnum og gera þá sem best færa til að sinna hlut­verki sínu. Tækni­skólinn setur sér mannauðssstefnu til að geta betur stutt starfs­fólk sitt til góðra verka sem skila árangri fyrir það, skólann og nem­endur. Sjá nánar STS-020

 

Stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

Stefna Tækni­skólans er að einelti, kynferðisleg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi og ótilhlýðileg hátt­semi í hvaða mynd sem er, sé ekki liðið. Leita skal allra ráða til að fyr­ir­byggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem far­sæl­astan hátt. Í skól­anum skal lögð áhersla á að efla vitund starfs­fólks og nem­enda um mik­il­vægi jákvæðra sam­skipta og gera þau ein­kenn­andi í skóla­sam­fé­laginu, t.d. með fræðslu um jafn­rétti.

Viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kyn­bund­inni áreitni, ofbeldi og ann­arri ótilhlýðilegri hátt­semi eru nánar skil­greind í verklags­reglu um viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kyn­bund­inni áreitni, ofbeldi og ann­arri ótilhlýðilegri hátt­semi. Sjá nánar STS-016

 

Stefna í alþjóðamálum

Tækni­skólinn býður nem­endum sínum upp á fyrsta flokks menntun sem nýtist þeim í atvinnu­lífinu, jafnt og til fram­halds­náms í fag­skólum og háskólum, bæði inn­an­lands og utan. Evrópa er að stórum hluta orðið eitt atvinnusvæði og ungt fólk sem er að ljúka námi vill eiga mögu­leika á að starfa og búa víðs vegar um heiminn, öðlast fjölþætta reynslu, læra nýja siði og venjur sem síðan auðga sam­félag þeirra. Sjá nánar STS-019

 

Stefna í skjalavörslu og skjalastjórn

Stefna Tækni­skólans er að skjala­varsla og skjala­stjórn sé í sam­ræmi við þau lög, reglur og staðla sem mynda starfs­um­hverfi skólans. Lögð er áhersla á vönduð vinnu­brögð við mót­töku skjala, skrán­ingu þeirra, miðlun upp­lýs­inga, vinnslu mála og frá­gang til að tryggja áreiðanleika, vandaða málsmeðferð, rekj­an­leika ákvarðana, öryggi gagna, per­sónu­vernd, varðveislu og end­ur­heimt. Sjá nánar STS-026

 

Umhverfisstefna

Umhverf­is­stefna Tækni­skólans,er yfir­lýsing um framtíðarskipan umhverf­is­mála skólans. Sjá nánar STS-017

 

Vefstefna

Vef­stefnu Tækni­skólans er ætlað að vera leiðbein­andi fyrir vef- og sam­fé­lagsmiðla Tækni­skólans. Vef­stefnan á við um alla miðla sem skólinn tengist og fylgja þarf verk­reglum í vef­handbók varðandi notkun á miðlum hans. Sjá nánar STS-021

 

Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisstefna

Stefna Tækni­skólans er að tryggja öllum nem­endum og starfs­mönnum skólans öruggt og heilsu­sam­legt vinnu­um­hverfi. Markmið Tækni­skólans er að vera slysa­laus vinnustaður, að enginn nem­andi eða starfsmaður bíði heilsutjón í námi eða starfi sínu hjá skól­anum og að stuðla að auk­inni öryggis­vitund sem nem­endur taki með sér út í atvinnu­lífið að loknu námi. Sjá nánar STS-025

 

Upplýsingaöryggisstefna

Til­gangur með upp­lýs­inga­ör­ygg­is­stefnu Tækni­skólans er að tryggja öryggi per­sónu­upp­lýs­inga skólans eins og skylt er sam­kvæmt lögum og reglugerðum um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga (90/2018) sem og að vernda aðrar upp­lýs­inga­eignir hans og tryggja sam­fellu í starf­semi skólans. Örygg­is­stefnan er í fullu sam­ræmi við reglur Per­sónu­verndar nr. 299/2001 um öryggi per­sónu­upp­lýs­inga. Sjá nánar STS-029

 

 


Uppfært 6. desember 2024
Áfangastjórn