fbpx
Menu

Nemendur

CHAOS

Ljós­mynda­deild Tækni­skólans hefur und­an­farin þrjú ár verið í sam­starfi við finnska skólann Yrkesinstitutet Prakticum, ásamt öðrum skólum í Svíþjóð og Noregi.

Nem­endur fá ákveðið þema sem þeir túlka í syrpu af ljós­myndum og í ár var þemað CHAOS. Nokkrir nem­endur frá hverjum skóla taka svo þátt í ljós­mynda­sýn­ingu sem haldin er í Hels­inki árlega. Auk þess eru ljós­myndir þátt­tak­enda til sýnis á vefsíðu verk­efn­isins og prentaðar í bók annað hvert ár

Ljós­mynda­sýning í Hels­inki og Norræna húsinu

Ljós­myndaýn­ingin var haldin í Luckan safninu og stóð frá 7. mars til 29. mars 2024. Auk þess var í fyrsta skipti sýning á verkum þátt­tak­enda í menn­ing­ar­húsinu GRAND í Finn­landi í febrúar og í Norræna húsinu í apríl.

Alls voru 16 nem­endur frá Norðurlönd­unum fjórum sem tóku þátt í sýn­ing­unum og frá ljós­mynda­deild Tækni­skólans voru það þau Birta Mar­grét Björg­vins­dóttir, Einar Ingi Ingvarsson, Karítas Sveina Guðjóns­dóttir og Sveinn Hartvig Ing­ólfsson.

Við óskum ljós­mynda­deild­inni til ham­ingju þetta spenn­andi verk­efni og hvetjum öll til að skoða þær glæsilegu ljósmyndir sem voru til sýnis.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Námið klárað á Erasmus+ styrk

Bólstrun í Skive Danmörku