fbpx
Menu

Nemendur

Elín Atim á fataiðnbraut

„Mér finnst skemmtilegt að koma hugmyndum mínum í veruleika. Það er spennandi og lærdómsríkt ferli sem kyndir undir enn fleiri hugmyndir. Í þessari hringrás liggur framtíðarstarf mitt.“

[email protected]

Ferlið við að búa til flík er fjölbreytt

„Ég var á 6. önn þegar ég ákvað að sérsauma þennan 40’s kjól á vinkonu mína. Mér finnst gaman að ögra sjálfri mér aðeins meira með hverju verkefni sem ég tek mér fyrir hendur, þannig byggi ég reynslu ofan á það sem ég hef nú þegar lært. Á þessu stigi námsins, eftir að hafa farið í gegnum mikið magn af sniðagerð og nákvæmnisvinnu í verklegum tímum, þá hefur öll vinnan skilað sér fullkomlega. Ég á auðveldara með að finna lausnir og leiðir til þess að skapa hina fullkomnu flík. Ég er meira að segja farin að koma mínum óraunhæfu hugmyndum í efnislegt form. Það er ákveðin list.“

 

Námið eins og sælgætispoki

„Ferlið við að búa til eina flík er mjög fjölbreytt og margt sem þarf að huga að. Það felst t.d. í því að taka mál af viðskiptavini, teikna snið út frá málunum, gera útfærslur út frá ákveðnum hugmyndum og sauma flíkina saman. Þvílíkur sælgætispoki enda finnst mér þetta nám rosalega skemmtilegt! Þegar ég saumaði þennan kjól þá vildi ég athuga hversu flókið verkefnið mætti vera og í leiðinni sjá hver mín mörk væru. Þess vegna teiknaði ég fellingapils, gerði hvöss horn í ermalíningunni, yfirdekkti 45 hnappa og bjó til lissu á móti hverjum hnapp. Ég var búin að sjá það fyrir mér að þetta yrði erfiðasta flík sem ég myndi nokkurn tímann sauma. Það kom mér þó á óvart að það voru engin geimvísindi að búa þessa aukahluti til, það tók einfaldlega lengri tíma. Þarna áttaði ég mig á því að hægt er að afkasta hverju sem er, bara ef maður hefur tíma, vitneskju og þolinmæði til þess.“

YouTube myndband sem sýnir verkefnið – 40´s kjóll. 

Verkefni frá nemendum

Til Danmerkur í Húsgagnabólstrun

Klára námið í Skive

Útskriftarverkefni

Útskriftarverkefni

Ferð til Frankfurt

Um jafnrétti fyrir alla

Útskriftarsýning og Askur

Útskriftarsýning og Askur