fbpx
Menu

Nemendur

Loka­verk­efni á K2

Á K2: Tækni- og vís­indaleið er unnið mikið og öflugt skólaþróun­ar­starf og ein af skrautfjöðrum braut­ar­innar eru loka­verk­efnin sem nem­enda­hóp­urinn vinnur í lok hverrar annar og er ætlað að dýpka skilning og þekk­ingu þeirra á ákveðnum viðfangs­efnum sem tengjast náminu.

 

Öflugt skólaþróunarstarf

Lokaverkefni K2Núna í vor unnu loka­ársnem­endur að jarðvís­inda­tengdu efni í sam­starfi við Veðurstofu Íslands og Nátt­úru­m­inja­safni Íslands og var framlag þeirra Krist­ínar Jóns­dóttur og Snæ­björns Guðbjörns­sonar ómet­an­legt í því sam­hengi.

Þess má til gamans geta að Kristín, sem er eld­fjalla- og jarðskjálftafræðingur, er móðir nem­anda á 1. ári á braut­inni. Hún hefur vakið mikla athygli sem hóp­stjóri nátt­úru­vár­vökt­unar í tengslum við yfir­stand­andi eldgos á Reykja­nesi sem var miðdepill þessa loka­verk­efnis. Þrátt fyrir mikið ann­ríki gaf hún sér tíma til að koma og deila með nem­endum reynslu sinni og þekk­ingu og kunnum við henni miklar þakkir fyrir.

Eftir þessar tvær vikur liggja fimm vel unnin verk­efni sem vert er að gefa gaum að.

 

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað