fbpx
Menu

Nemendur

Vinnustaðanám í klæðskurði

Þessa dagana eru tæp­lega 500 nem­endur Tækni­skólans virkir í vinnustaðanámi úti í atvinnu­lífinu í 19 mis­mun­andi iðngreinum. Þar fá nem­endur þjálfun sam­kvæmt raf­rænni fer­ilbók hjá meist­urum í sínu fagi. Vinnustaðanámið er hluti af námi nem­enda sem stefna að sveins­prófi.

Andrea Björk Guðlaugs­dóttir er ein þessara nem­enda en hún hóf nýlega vinnustaðanám í klæðskurði hjá RYK sem er íslensk hönnun og framleiðsla.

Mikil færni á skömmum tíma

Andrea segist hafa lært ótrú­lega margt á skömmum tíma, ekki síst praktísk atriði, eins og gott skipulag. Hún segir skemmti­legast að sauma buxur og hefur nú þegar saumað margar slíkar í vinnustaðanáminu. Þessa dagana er hún að sauma kjóla sem hún segir að reyni á, þar á meðal að ná upp vinnuhraða án þess að það komi niður á gæðum.

Kristín Kristjáns­dóttir, eig­andi RYK, er virki­lega ánægð með Andreu og segir það skemmti­legt að taka nema í vinnustaðanám, en jafn­framt áskorun, sem taki tíma. Kristín er klæðskera­meistari en fyr­ir­tækið RYK er 20 ára um þessar mundir, svo þar liggur mikil reynsla að baki og er það ómet­an­legt þegar nem­endur fá tæki­færi til að spreyta sig undir handleiðslu reynslu­mikils fag­fólks.

Andrea er spennt fyrir því sem er fram undan og stefnir að því að ljúka námi í klæðskurði næsta vor og taka sveins­próf.

Verkefni frá nemendum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað