fbpx
Menu

Nemendur

Myndasaga – íslenskuverkefni

Ásþór Björnsson og Hannes Árni Hannesson.
„Við höfum unnið mikið saman í allskyns verkefnum á K2, og erum gott teymi. Við vinnum báðir við að kenna krökkum forritun og höfum brennandi áhuga á forritun, sem við fáum mikið tækifæri til að eltast við innan K2.“

Goðaginning

„Verkefnið var unnið í íslenskuáfanga á K2 þar sem áhersla er lögð á bókmenntir fyrri alda: Snorra Eddu, Íslendingasögur og þess háttar. Við ákváðum að semja sögu þar sem við notuðum úrklippur úr sögum sem heita Goðheimar og blönduðum þeim saman við elstu heimild um norræna goðafræði, Gylfaginningu. Afurðin var skemmtileg útfærsla af sögu Gylfaginningu. Við vinnslu þessa verkefnis lærðum við mikið um Gylfaginningu, ásamt því að verða lagnir með myndvinnslu.“

Verkefni frá nemendum

Rafræn sýning

Verið velkomin á útskriftarsýningu

Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.

Útskriftarverkefni í grafískri miðlun

Veglegur Askur

Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.

Útskrift úr ljósmyndun vor 2020

Bók með verkum útskriftarnemenda í ljósmyndun

Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.

Ljósmyndun – verkefni nemenda

Ljósmyndadeildin

Nemendur í ljósmyndun vinna að fjölbreyttum verkefnum sem sjá má á flottri vefsíðu.