fbpx
Menu

Nemendur

Starfsnám í Skotlandi

Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.

Starfsnám

„Fyrirtækið sem ég er hjá heitir Blues and Browns og var stofnað fyrir 17 árum. Í augnablikinu erum við þrjár að vinna þar, ég, eigandinn og klæðskerinn. Í sumar vorum við með annan nema tvisvar í viku en hún er farin aftur í skóla. Saumaverkstæðið og búðin eru í litlu húsnæði í miðbæ Perth og er mest “made to measure” kvennafatnaður úr silki, tartan og tweed. Ég hef fengið að sauma eiginlega hvað sem er, meðal annars buxur, pils, skyrtur, jakka og aukahluti. Flest geri ég fyrir búðina en klæðskerinn sér sjálf um mest allan sérsaum á kúnna.

Ég bý með kærastanum mínum í miðbænum svo það tekur enga stund að ganga í vinnuna, búðina eða á æfingu. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, kynnast fullt af fólki og eignast vini. Borgin er mjög gömul og falleg en meðfram henni rennur áin Tay. Er mjög ánægð að fá að vera í heilt ár!”

Verkefni frá nemendum

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Starfsnám

Telma Dögg Björnsdóttir, nem­andi í Hand­verks­skól­anum, er stödd í skosku hálöndunum þar sem hún er í starfs­námi hjá Campbells's of Beauly.

Askur – tímarit útskriftarnema
í grafískri miðlun

Askur

Tímaritið Askur er komið út bæði rafrænt og í prentaðri útgáfu. Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun.
Nemendur unnu efni tímaritsins að hluta í Erasmus námsferð sem hópurinn fór í til Danmerkur síðastliðinn febrúar.

Myndasaga – íslenskuverkefni

Goðaginning

Ásþór Björnsson og Hannes Árni Hannesson.
„Við höfum unnið mikið saman í allskyns verkefnum á K2, og erum gott teymi. Við vinnum báðir við að kenna krökkum forritun og höfum brennandi áhuga á forritun, sem við fáum mikið tækifæri til að eltast við innan K2.“

Stuttmynd
– Hópverkefni

Hin Hliðin

Helena Ýr Stefánsdóttir, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, Marín Jónsdóttir og Valgerður Jóhannesdóttir unnu saman stuttmyndina Hin Hliðin.
„Áhugamál innan hópsins eru afar ólík en á einn hátt eða annan tengjast þau öll kvikmyndagerð. Óvíst er hvað sumar okkar vilja gera í framtíðinni en víst er að það liggur á listasviðinu.“