fbpx
Menu

Nemendur

Starfsnám í Skotlandi

Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum í Evrópu.

Klæðskurður í gamalli borg

„Fyrirtækið sem ég er hjá heitir Blues and Browns og var stofnað fyrir 17 árum. Í augnablikinu erum við þrjár að vinna þar, ég, eigandinn og klæðskerinn. Í sumar vorum við með annan nema tvisvar í viku en hún er farin aftur í skóla. Saumaverkstæðið og búðin eru í litlu húsnæði í miðbæ Perth og er mest „made to measure“ kvenfatnaður úr silki, tartan og tweed. Ég hef fengið að sauma eiginlega hvað sem er, meðal annars buxur, pils, skyrtur, jakka og aukahluti. Flest geri ég fyrir búðina en klæðskerinn sér sjálf um mest allan sérsaum á kúnna.

Ég bý með kærastanum mínum í miðbænum svo það tekur enga stund að ganga í vinnuna, búðina eða á æfingu. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, kynnast fullt af fólki og eignast vini. Borgin er mjög gömul og falleg en meðfram henni rennur áin Tay. Er mjög ánægð að fá að vera í heilt ár!“

Tækniskólinn sækir árlega um Erasmus+ styrki til Rannís, Landsskrifstofu Erasmus á Íslandi

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum, skólum og stofn­unum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þ​jálf­unin skal vera hluti af námi viðkom­andi nem­anda og metið sem slíkt að dvöl lok­inni.

Tækniskólinn er með er með VET Mobility Charter vottun á náms- og þjálfunarverkefnum

Þeir aðilar sem hafa fengið Vottun fá vilyrði fyrir náms- og þjálf­un­ar­styrki fyrir nem­endur sína, nýút­skrifaða nem­endur og starfs­fólk sem starfar á sviði starfs­mennt­unar- og þjálf­unar.

Verkefni frá nemendum

Útskriftarsýning í stafrænni hönnun

Útskriftarsýning í stafrænni hönnun

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Útskriftarvefur nemenda í grafískri miðlun

Tækniteiknun og Danmörk

Tækniteiknun og Danmörk