fbpx
Menu

Nemendur

Starfsþjálfun á Spáni

Berg­lind Ósk, nemi í hársnyrtiiðn, fær að gera margt og lærir mikið á hársnyrti­stof­unni hjá Kimbe í Alicante á Spáni. Hún fór út á vegum Era­smus+ sem veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í starfsnám hjá fyr­ir­tækjum í Evrópu. Námið/þ​jálf­unin verður hluti af námi viðkom­andi nem­anda og metið sem slíkt að dvöl lok­inni.

 

Hluti af náminu á Spáni

Berg­lind Ósk komst á samning í hársnyrt­ingu hjá Kimbe hár­stofu í Alicante á Spáni í gegnum Era­smus+ styrk. Þar er hún að vinna og tekur þátt í dag­legu starfi á stof­unni. Hún lærir nýja tækni og eflir þekk­ingu sína í fag­legum aðferðum við að klippa og lita bæði karla og konur.

 

Fæ að gera mikið og læri svaka mikið

Berg­lind fór út í júní 2021 og verður úti á Spáni fram í des­ember. Hún sendi okkur myndir sem sjá má hér á síðunni og er mjög ánægð með dvölina. „Héðan er allt gott að frétta, gengur ofsa­lega vel. Mér er tekið vel á stof­unni. Fæ að gera mikið og læri svaka mikið af því.“

 

Alþjóðasamstarf Tækniskólans

Era­smus+ veitir nem­endum í starfs­mennta­skólum og nemum á samn­ingi tæki­færi til að fara í náms- og þjálf­un­arferðir og starfsnám hjá fyr­ir­tækjum, skólum, og stofn­unum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Námið/þ​jálf­unin verður hluti af námi viðkom­andi nem­anda og metið sem slíkt að dvöl lok­inni. Hér eru upplýsingar um alþjóðasamstarf og Erasmus+ styrk hjá Tækniskólanum.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað