fbpx
Menu

Nemendur

Stór skref sem ljós­myndari

„Ég hef fengið kennslu frá ólíkum gesta­kenn­urum sem allir hafa mis­mun­andi áherslur og sjón­deild­ar­hringur minn sem ljós­myndari hefur víkkað og ég hef mun betri skilning og tök á ljós­myndun yfir höfuð.“

Jón Helgi Pálmason ljósmyndanemi fór á Erasmus+ styrk frá skólanum á námskeið í ljósmyndun við KBH Film & Fotoskole í Valby í Danmörku.

Hann sendi okkur frá­sögn af dvöl­inni og myndir úr verk­efnum sínum. Með Era­smus+ styrk fara á hverju ári nem­endur og starfs­fólk í alþjóðleg verk­efni, erlendar heim­sóknir, starfsnám og skiptinám á vegum Tækni­skólans.

Hef ég lært heilan helling og fengið betri innsýn

Vera mín í KBH hér í Dan­mörku hefur verið allt sem ég var að leitast eftir. Áherslan er á skap­andi vinnu þar sem þín sýn er sett í for­gang. Þetta hafa verið krefj­andi fyrstu mánuðir en að sama skapi hef ég lært heilan helling og fengið betri innsýn í það hvað það þýðir að vera ljós­myndari og hvernig aðrir ljós­mynd­arar starfa og búa sér til nafn innan geirans.

Við höfum fengið kennslu frá ólíkum gesta­kenn­urum sem allir hafa mis­mun­andi áherslur og tel ég að ljós­myndara sjón­deild­ar­hringur minn sé búinn að víkka og ég hef mun betri skilning og tök á ljós­myndun yfir höfuð. Allt í allt er ég ótrú­lega ánægður og hef tekið stór skref í þróun minni sem ljós­myndari. Bara í síðustu viku héldum við opið hús hér í KBH  þar sem miðann­ar­verk­efni okkar voru sýnd sem við höfðum unnið að hörðum höndum og kom það ótrú­lega vel út. Fjöldi fólks kom og skoðaði sýn­inguna og fékk verk­efnið mitt góðar viðtökur.

 

Tilfinningar ungra manna

Í miðann­ar­verk­efninu mínu rann­sakaði ég ástæður þess hvers vegna ungir menn eiga erfitt með að opna sig til­finn­inga­lega eða bara almennt að tala um til­finn­ingar þeirra jafnvel þó nauðsynleg þörf sé á því. Gerði ég það með því að taka Portrait myndir af fimm mis­mun­andi strákum á svipuðum aldri (20-23 ára). Ásamt því tók ég viðtal við þá sem ég síðan klippti niður og bjó til nokk­urs­konar soundcollage sem kom mjög vel út. Ég er nokkuð stoltur af útkom­unni:

Tónlistarspilari

 

Myndirnar

Myndir frá verk­efni í fyrstu viku nám­skeiðsins þar sem verk­efna­lýs­ingin var „take photos of somet­hing important“. Allar myndir voru teknar á filmu og fram­kallaðar og skannaðar af mér sem er þáttur innan ljós­mynd­unnar sem ég hef lært mikið af hér á nám­skeiðinu. Annað verk­efni  var með verk­efna­lýs­ingu „take pict­ures of someone important“ og þá tók ég myndir af lest­ar­bíl­stjórum.

Gesta­kennari var hjá okkur sem heitir Thomas Nielsen og sú vika snerist um Portrait ljós­myndun og hjálpaði sú vika mér mjög mikið þegar kom að gera miðann­ar­verk­efnið mitt. Hér tók ég Portrait myndir þar sem ég vildi hafa ein­falt composition án truflana og með fal­legum en fáum litum.

Taka portrait myndir af ókunn­ugum var annað verk­efni og ég fór þá leið að taka mynd af fólki sem býr í sömu íbúðablokk og ég, ein mynd fyrir hverja hæð í blokk­inni. Þetta var krefj­andi verk­efni þar sem manni var veru­lega ýtt úr þægind­aramm­anum og finnst mér útkoman koma vel út.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað