Hef ég lært heilan helling og fengið betri innsýn
Vera mín í KBH hér í Danmörku hefur verið allt sem ég var að leitast eftir. Áherslan er á skapandi vinnu þar sem þín sýn er sett í forgang. Þetta hafa verið krefjandi fyrstu mánuðir en að sama skapi hef ég lært heilan helling og fengið betri innsýn í það hvað það þýðir að vera ljósmyndari og hvernig aðrir ljósmyndarar starfa og búa sér til nafn innan geirans.
Við höfum fengið kennslu frá ólíkum gestakennurum sem allir hafa mismunandi áherslur og tel ég að ljósmyndara sjóndeildarhringur minn sé búinn að víkka og ég hef mun betri skilning og tök á ljósmyndun yfir höfuð. Allt í allt er ég ótrúlega ánægður og hef tekið stór skref í þróun minni sem ljósmyndari. Bara í síðustu viku héldum við opið hús hér í KBH þar sem miðannarverkefni okkar voru sýnd sem við höfðum unnið að hörðum höndum og kom það ótrúlega vel út. Fjöldi fólks kom og skoðaði sýninguna og fékk verkefnið mitt góðar viðtökur.
Tilfinningar ungra manna
Í miðannarverkefninu mínu rannsakaði ég ástæður þess hvers vegna ungir menn eiga erfitt með að opna sig tilfinningalega eða bara almennt að tala um tilfinningar þeirra jafnvel þó nauðsynleg þörf sé á því. Gerði ég það með því að taka Portrait myndir af fimm mismunandi strákum á svipuðum aldri (20-23 ára). Ásamt því tók ég viðtal við þá sem ég síðan klippti niður og bjó til nokkurskonar soundcollage sem kom mjög vel út. Ég er nokkuð stoltur af útkomunni:
Tónlistarspilari
Myndirnar
Myndir frá verkefni í fyrstu viku námskeiðsins þar sem verkefnalýsingin var „take photos of something important“. Allar myndir voru teknar á filmu og framkallaðar og skannaðar af mér sem er þáttur innan ljósmyndunnar sem ég hef lært mikið af hér á námskeiðinu. Annað verkefni var með verkefnalýsingu „take pictures of someone important“ og þá tók ég myndir af lestarbílstjórum.
Gestakennari var hjá okkur sem heitir Thomas Nielsen og sú vika snerist um Portrait ljósmyndun og hjálpaði sú vika mér mjög mikið þegar kom að gera miðannarverkefnið mitt. Hér tók ég Portrait myndir þar sem ég vildi hafa einfalt composition án truflana og með fallegum en fáum litum.
Taka portrait myndir af ókunnugum var annað verkefni og ég fór þá leið að taka mynd af fólki sem býr í sömu íbúðablokk og ég, ein mynd fyrir hverja hæð í blokkinni. Þetta var krefjandi verkefni þar sem manni var verulega ýtt úr þægindarammanum og finnst mér útkoman koma vel út.