fbpx
Menu

Nemendur

T-ið í TÆKNÓ

Glæ­nýtt skólablað sem ber heitið T-ið í TÆKNÓ og var unnið af nem­endum í Upp­lýs­inga­tækni­skól­anum er komið út.

Í haust fór af stað áfanginn Hönnun blaða og tímarita í Upp­lýs­inga­tækni­skól­anum og voru 15 nem­endur úr ýmsum deildum skólans skráðir. Nem­enda­hóp­urinn náði sér­lega vel saman og að þeirra sögn gekk vinnan við blaðið eins og vel smurð vél.

Glænýtt skólablað

Hug­mynda­sam­keppni var haldin um nafn á blaðið og T-ið í TÆKNÓ bar sigur úr býtum:

Þetta nafn hefur í raun tvær merkingar. Fyrsta merkingin er fyrir bókstafinn T í orðinu Tæknó. Hin merkingin er fyrir T eins og enska orðið „tea“ sem þýðir drama/slúður. Okkur fannst það frumlegt því það hefur fleiri en eina meiningu. Það stendur fyrir drama og slúður sem er að gerast í Tæknó. Það fer bara eftir lesandanum hvernig hann lítur á nafnið.

Endi­lega kíkið á afrakst­urinn og er það von þeirra sem stóðu að blaðinu að les­endur hafi ánægju af lestr­inum.

Verk­efni frá nem­endum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

Námið klárað á Erasmus+ styrk

Bólstrun í Skive Danmörku