Trúðar og fantasía
Haldin var glæsileg sýning 16. maí 2018 í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útskriftarnemendur í hársnyrtiiðn sýndu lokaverkefni sín á módelum – þema sýningar að þessu sinni var Trúður.
Margt var um manninn á sýningunni og var einstaklega góð stemming í salnum. Mikil fjölbreytni var í greiðslunum og sköpunargáfa nemanna naut sín vel á módelunum sem þarna sýndu handverkið.