Menu

Atvinnulífið og námið

Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnu­lífinu og sterk tengsl því nauðsynleg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara sam­starfi við fyr­ir­tæki og stofn­anir. Fjöldi fyr­ir­tækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verk­námsnem­endur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í mennta­stefnu Samtaka iðnaðarins. Með sam­starfi skólans og fyr­ir­tækja í atvinnu­lífinu og sam­vinnu bæði varðandi nám í skól­anum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyr­ir­tækja öfl­ugri og verðmæta­sköpun meiri í íslenskum iðnaði.

 

Fyrirtæki

Við hvetjum fyr­ir­tæki til að hafa sam­band við skóla­stjóra viðkom­andi náms­greina eða verk­efna­stjóra vinnustaðanámsins ef þau hafa áhuga á sam­starfi.

 

Vinnustaðanám og námssamningar

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveins­prófi til lög­verndaðra starfs­rétt­inda.  Hæfni­kröfur sem nem­andi upp­fyllir ræður tíma­lengd vinnustaðanáms.

Tækni­skólinn sér um gerð og staðfest­ingu samn­inga nem­enda eftir gildis­töku reglugerðar nr. 180/​2021 1. ágúst 2021.

Grunnreglan er áfram sú að nemendur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram gildir sú meginregla að nemendur sækja sjálfir um að komast í vinnustaðanám hjá þeim fyrirtækjum sem mega taka nema á samning.

Þegar fyr­ir­tækið hefur samþykkt að taka nema í vinnustaðanámið þá sækir neminn um hér að skólinn geri náms­samn­inginn og stofni fer­il­bókina. Í fram­haldinu fá neminn og meist­arinn náms­samn­inginn til raf­rænnar und­ir­rit­unar og aðgang að fer­il­bók­inni.

 

Skráning fyrirtækja/meistara/stofnana

Fyr­ir­tæki sem bjóða vinnustaðarnám verða að vera skráð í birtingaskrá ferilbókar áður en gengið er frá samn­ingi.

Fyr­ir­tækið sækir um aðgang að fyr­ir­tækja­hluta raf­rænnar fer­il­bókar og stofnar umsókn til  þess að geta tekið nem­endur á samning. Sótt er um á Innu og fær Mennta­mála­stofnun umsóknina til afgreiðslu.

Fyr­ir­tæki sem þurfa aðstoð í ferlinu er bent á Mennta­mála­stofnun eða Nem­a­stofu.

 

Efling vinnustaðanáms

Nemastofa atvinnulífsins er sam­starfs­vett­vangur um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðra í atvinnu­lífinu. Markmið Nem­a­stofu eru m.a. að fjölga fyr­ir­tækjum og iðnmeist­urum sem taka nema í vinnustaðanám og vera fyr­ir­tækjum til aðstoðar við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms ásamt öfl­ugri kynn­ingu á iðn- og starfs­námi.

 

Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók 
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila
Ný reglugerð um vinnustaðanám
Sjá upplýsingar um samnings- eða skólaleið

 

Tækniskólinn sér um gerð og staðfestingu samninga nemenda eftir gildistöku reglugerðar nr. 180/2021 1. ágúst 2021. Þeir sækja um á innritunarvef skólans. 

 

 

Uppfært 11. október 2022