en
Menu
en

Alþjóðlegt samstarf

Nemendur og kennarar fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum. 

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund

Samstarfið

Taka hluta af náminu í útlöndum

Á hverju ári sendir Tækniskólinn nemendur og kennara til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er m.a. að nemendur öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og betri sýn á þau tækifæri sem bjóðast í tengslum við það. Ekki má heldur vanmeta reynsluna af því að búa og starfa á erlendri grund.

Hver nemandi getur verið úti í 2 – 16 vikur eftir tilhögun og samkomulagi.

Ég vil vita meira um samstarfið

Umsóknarferli

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar sér um alþjóðamál. Hún aðstoðar nemendur, kennara og aðra starfsmenn við að finna skóla og námskeið erlendis.

Ingibjörg svarar einnig spurningum um starfsþjálfun utanlands og ferlið sem þarf að ganga í gegnum til að sækja um.

Ég hef áhuga á að sækja um styrk

Stefna og markmið

Tækniskólinn býður nemendum sínum upp á fyrsta flokks menntun sem nýtist þeim í atvinnulífinu, jafnt og til framhaldsnáms í fagskólum og háskólum, bæði innanlands og utan. Evrópa er að stórum hluta orðið eitt atvinnusvæði og ungt fólk sem er að ljúka námi vill eiga möguleika á að starfa og búa víðs vegar um heiminn, öðlast fjölþætta reynslu, læra nýja siði og venjur sem síðan auðga samfélag þeirra.

Tækniskólinn vill veita nemendum sínum möguleika á að kynnast straumum og stefnum erlendis.

Um alþjóðastefnuna

Vottun

Tækniskólinn er með VET Mobility Charter vottun

Vottun á góð náms- og þjálfunarverkefni.

Með útgáfu vottunarinnar viðurkennir Landskrifstofa hæfni Tækniskólans til að skipuleggja og framkvæma góð náms- og þjálfunarverkefni en gerð er krafa um mikil gæði verkefna þeirra aðila sem fá vottun.

Einnig er mikilvægt að stofnunin framfylgi stefnumótun um alþjóðasamstarf en Tækniskólinn hefur birt alþjóðastefnu sína.

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!