fbpx
Menu

Útskrift

Útskrift

Tækniskólinn brautskráir nemendur tvisvar á ári, í maí og desember.

Nemandi lýkur námi í skólanum þegar hann hefur lokið ákveðnum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingu.

Við brautskráningu fær nemandi skírteini þar sem fram kemur hvaða námi hann hefur lokið.

Útskrift vorönn 2022

Útskrift Tækni­skólans á vorönn 2022 fer fram í Eld­borg­arsal Hörpu, sunnu­daginn 22. maí. Athöfnin hefst stund­vís­lega kl. 13:00, en nem­endur eru beðnir um að mæta klukku­stund áður en athöfn hefst, nánar til­tekið klukkan 12:00.

Útskrift­ar­nem­endum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina náms­braut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nem­andi, hefur leyfi til að bjóða fjórum gestum með á athöfnina.

Gera má ráð fyrir að athöfnin taki u.þ.b. 2 klst.

Mik­il­vægt er að nem­endur mæti stund­vís­lega svo mögu­legt sé að fara yfir skipulag athafnar áður en gestir taka sæti inn í sal. Vakin er athygli á að snyrti­legur klæðnaður er skilyrði.

Ath. Ef nem­andi er að útskrifast af tveimur náms­brautum – t.d. sem stúdent og klæðskeri – þá fær viðkom­andi nem­andi bæði burt­far­ar­skír­teini í einu við útskrift.

 

Útskriftarhúfur

Tækni­skólinn, hefur í sam­vinnu við Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á ­húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

 

Eyfeld

StúdentshúfaFyrirtækið býður upp á marg­vísleg tilboð fyrir verðandi útskrift­ar­nema í leit að réttu útskrift­ar­húf­unni.

Við hvetjum nemendur til þess að hafa samband við P. Eyfeld fyrir nánari upplýsingar

 

Formal Stúdentshúfur

Hægt er að panta útskrift­ar­húfu á vefsíðu Formal auk þess að finna upp­lýs­ingar um útskriftarpakka sem eru í boði.

Nemendur eru einnig velkomnir á staðinn til að fá mæl­ingu og ganga frá pöntun.

Hér má finna myndband sem leiðbeinir þeim sem vilja sjá um mæl­ingar sjálfir og einnig er til kynningarbæklingur frá fyrirtækinu.