Tækniskólinn brautskráir nemendur tvisvar á ári, í maí og desember.
Nemandi lýkur námi í skólanum þegar hann hefur lokið ákveðnum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingu.
Við brautskráningu fær nemandi skírteini þar sem fram kemur hvaða námi hann hefur lokið.
Útskrift Tækniskólans á vorönn 2022 fer fram í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 22. maí. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00, en nemendur eru beðnir um að mæta klukkustund áður en athöfn hefst, nánar tiltekið klukkan 12:00.
Útskriftarnemendum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina námsbraut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nemandi, hefur leyfi til að bjóða fjórum gestum með á athöfnina.
Gera má ráð fyrir að athöfnin taki u.þ.b. 2 klst.
Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega svo mögulegt sé að fara yfir skipulag athafnar áður en gestir taka sæti inn í sal. Vakin er athygli á að snyrtilegur klæðnaður er skilyrði.
Ath. Ef nemandi er að útskrifast af tveimur námsbrautum – t.d. sem stúdent og klæðskeri – þá fær viðkomandi nemandi bæði burtfararskírteini í einu við útskrift.
Tækniskólinn, hefur í samvinnu við Formal Stúdentshúfur og P. Eyfeld boðið upp á húfumátun fyrir útskriftarefni í aðdraganda hverrar útskriftar.
Eyfeld
Fyrirtækið býður upp á margvísleg tilboð fyrir verðandi útskriftarnema í leit að réttu útskriftarhúfunni.
Við hvetjum nemendur til þess að hafa samband við P. Eyfeld fyrir nánari upplýsingar
Formal Stúdentshúfur
Hægt er að panta útskriftarhúfu á vefsíðu Formal auk þess að finna upplýsingar um útskriftarpakka sem eru í boði.
Nemendur eru einnig velkomnir á staðinn til að fá mælingu og ganga frá pöntun.
Hér má finna myndband sem leiðbeinir þeim sem vilja sjá um mælingar sjálfir og einnig er til kynningarbæklingur frá fyrirtækinu.