07. nóvember 2022
2000’s ball NST
2000’s ball NST, NFFÁ og NFBHS verður haldið miðvikudagskvöldið 16. nóvember kl. 22:00 í Gamla bíói.
Miðasala er hafin fyrir nemendur Tækniskólans, FÁ og Borgarholtsskóla og kosta miðarnir 4.000 kr.
Miðaverð fyrir gesti er 5.000 kr.
Takmarkaður fjöldi miða verður í boði og er því mikilvægt að drífa sig að kaupa miða til að missa ekki af tækifærinu.
Eins og alltaf verður öllum gestum boðið að blása í áfengismæli þegar mætt er á staðinn og með því geta nemendur komist í edrú-pott. Dregnir verða út vinningshafar eftir ballið og geta þeir unnið 10.000-30.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum.
Fram koma
DJ Dóra Júlía
Daniil
Gugusar
Clubdub
Selma Björns
Páll Óskar