fbpx
Menu

Fréttir

10. janúar 2018

Kór Tækniskólans

Kór Tækniskólans

Í janúar mun Kór Tækniskólans vakna úr dvala og taka til starfa á ný.

Kórinn leitar nú að hressu og metnaðarfullu fólki í hópinn. Kórinn er opinn bæði nemendum og kennurum.

Kóræfingar á fimmtudögum

Æft verður á fimmtudagskvöldum kl. 20 í Hátíðarsal á annarri hæð Sjómannaskólans við Háteigsveg og verður fyrsta æfing þann 25.janúar nk.

Kórinn mun stefna á að koma fram á öllum helstu viðburðum skólans og vonandi að halda eina sjálfstæða tónleika á ári.

Tryggir kórfélagar fá söngtíma

Það kostar ekkert að taka þátt en innifalið fyrir trygga þáttöku í kórnum eru tveir hálftíma söngtímar sem má taka á tímabilinu!

Raddprufur fara fram fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00 í hátíðarsalnum, annarri hæð Tækniskólanum á Háteigsvegi.

Kórstjóri er Kristín R Sigurðardóttir, söngkennari.

Skráning er hafin