fbpx
Menu

Fréttir

01. mars 2019

42 Framtíðarstofa Tækniskólans

42 Framtíðarstofa Tækniskólans

Svarið við spurningunni um lífið, alheiminn og allt

Haldin var samkeppni á meðal starfsfólks Tækniskólans um heiti á framtíðarstofuna og bárust um 100 tillögur. Hópur skipaður starfsmönnum, sem eru að undirbúa opnun og starfsemi stofunnar auk skólameistara og aðstoðarskólameistara, fóru yfir hugmyndirnar og valdi heiti. Valið var erfitt enda margar góðar tillögur sem bárust en á endanum varð tillaga frá Inga Birni Ingasyni starfsmanni húsþjónustu fyrir valinu.Heitið á framtíðarstofunni er 42 en talan á m.a. tilvísun í bókina Leiðarvísir puttaferðalangsins um Vetrarbrautina (,,The hitchhikers guide to the galaxy”) eftir rithöfundurinn Douglas Adams. Í bókinni er 42 svarið við spurningunni um lífið, alheiminn og allt. (,,answer to the ultimate question of life, the universe and everything). Ingi Björn fékk að launum ipad.

Anna Kristín Ólafsdóttir markaðsfulltrúi Tækniskólans hannaði merki stofunnar, en Arnar Óskarsson og Engilbert Valgarðsson kennarar í Byggingatækniskólanum máluðu það á vegginn.

Framtíðarstofan er opin öllum nemendum, kennurum og starfsfólki skólans.