fbpx
en
Menu
en

Fréttir

06. janúar 2021

6. janúar – bréf frá skóla­meistara

Kæru nem­endur og aðstand­endur (Click here for English)

Fyrsti kennslu­dag­urinn í Tækni­skól­anum er á morgun fimmtudag. Von­andi eruð þið búin að skoða stunda­töfl­urnar ykkar í Innu. Eins og hefur komið fram hefur önn­inni verið skipt upp í tvennt, í svo­kallaðar spannir, og er hægt að lesa nánar um spanna­fyr­ir­komu­lagið hér.

Við munum nú geta boðið upp á meira staðnám hér í skól­anum en gert var  á haustönn­inni í ljósi nýrrar reglugerðar sem tók gildi um ára­mótin. Fyr­ir­komulag kennsl­unnar verður ekki allt með sama sniði en við munum kapp­kosta að bjóða upp á staðnám eins og verður við komið. Þannig verður verk­legt kennt að mestu í fullu staðnámi en bók­legt ýmist  í staðnámi eða í blöndu af stað- og fjar­námi og örfáum til­vikum alveg í fjar­námi. Athugið þó að þetta getur allt breyst eftir því hvernig gengur að halda COVID veirunni í skefjum næstu vikur.

Kenn­arar munu í dag setja inn til­kynn­ingu á Innu um hvernig kennslan fer af stað og þá hvort nem­andi eigi að mæta í skólann eða sækja viðkom­andi tíma í Teams. Allar til­kynn­ingar eiga að vera komnar inn fyrir morg­undaginn en ef mis­brestur verður á því eða þið eruð óviss bið ég ykkur um  að hafa sam­band við viðkom­andi kennara til að fá frekari upp­lýs­ingar.

Við skipulag kennslu í skól­anum tökum við mið af gild­andi reglum og höfum ávallt í fyr­ir­rúmi öryggi og velferð ykkar og starfs­manna okkar. Við leggjum mikla áherslu á sótt­varnir í hús­unum og hvet ég ykkur til þess að gæta ávallt að ykkar ein­stak­lings­bundnu sótt­vörnum. Þá er grímu­skylda í skól­anum og skylt að spritta hendur við komu í skólann og þegar komið er í ný rými auk þess sem nem­endur eru beðnir um að sótt­hreinsa sitt borð fyrir og eftir tíma. Hvergi mega fleiri en 30 koma saman og mik­il­vægt að forðast hópa­myndun. Mötu­neytið er lokað eins og er og því ráðlegg ég ykkur að taka með ykkur nesti sem má neyta í kennslu­stofu. Ég vil biðja ykkur um að mæta ekki í skólann ef þið eruð í ein­angrun, sóttkví eða eruð með ein­kenni sem gætu bent til COVID-19, svo sem kvef.

Við viljum benda ykkur á að skoða síðu sem inni­heldur hag­nýtar upplýsingar um skólaupphaf. Einnig viljum við benda ykkur sem eruð að byrja á að kynna ykkur Innu, sem er kennslu­kerfið, og Microsoft Teams sem er notað í fjar­kennslu. Þá bendi ég á upp­lýs­ingar um fyr­ir­komulag þjón­ustu náms- og starfsráðgjafa og sálfræðings.

Það er viðbúið að fyrstu dag­arnir geti orðið dálítið rugl­ings­legir líkt og í haust. Í skól­anum er kenndur mikill fjöldi greina og tölu­vert flókið að koma allri kennslu fyrir á sem bestan hátt við gild­andi tak­mark­anir. En við munum gera okkar besta og gæta þess að allir komist af stað í náminu með öryggi og velferð allra að leiðarljósi.

Bestu kveðjur,

Hildur skóla­meistari og Guðrún aðstoðarskóla­meistari