fbpx
Menu

Fréttir

16. febrúar 2019

Söngkeppni Tækniskólans

Fullur salur og góð atriði

Söngkeppni Tækniskólans fór fram fimmtu­daginn 14. febrúar fyrir fullu húsi.  Keppnin fór fram í Hátíðarsal Sjó­manna­skólans við Háteigsveg og var þétt setinn bekkurinn og góð stemming í salnum. Söngatriðin voru fjölbreytt og mörg en þau voru níu talsins. Dómarar voru Ingi Björn Ingason, bassaleikari, Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, kórstjóri og Júlí Heiðar, söngvari.
Kynnar kvöldsins voru Magnús Dagur Jóhannesson og Auður Aþena Einarsdóttir, en þau eru bæði nemendur í Upplýsingatækniskólanum.
Sigurvegari keppninnar keppir fyrir hönd Tækniskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akranesi 13. apríl nk.

 

Úrslit

Í fyrsta sæti var Aaron Ísak með lagið Love of my life
Annað sæti: Ása Svanhildur Ægisdóttir með lagið When we were young
Þriðja sæti: Guðrún Rósa Róbertsdóttir með lagið She used to be mine

Söngvarar sem voru skráðir til keppni voru:

Aaron Ísak Berry – Tæknimenntaskólinn
Emma Halldórsdóttir -Tæknimenntaskólinn
Dawyd Jambrzycki – Byggingartækniskólinn
Emil Uni Elvarsson – Véltækniskólinn
Sigrún Maggý Haraldsdóttir – Byggingartækniskólinn
Guðrún Rósa Róbertsdóttir – Upplýsingatækniskólinn
Karlotta Rós Þorkelsdóttir – Upplýsingatækniskólinn
Ása Svanhildur Ægisdóttir – Upplýsingatækniskólinn
Sigmundur Freyr Hafþórsson, Leví Baltasar Jóhannesson og Ásþór Björnsson – Upplýsingatækniskólinn