fbpx
Menu

Fréttir

22. júní 2021

Afgreiðsla umsókna

Dagnám

Nemendur sem eru að koma úr 10. bekk geta vænst þess að búið verði að afgreiða umsóknir þeirra 28. júní. Nemendur fá svar frá Menntamálastofnun og svo kemur bréf frá skólanum síðar í sumar.

Eldri nemendur geta fylgst með stöðu umsóknar sinnar á menntagatt.is og þeir sem fá skólavist fá bréf frá skólanum síðar í sumar.

Vegna mikillar aðsóknar hefur Tækniskólinn þurft að hafna mörgum umsóknum frá þeim sem orðnir eru 18 ára eða eldri en nemendur yngri en 18 ára eru í forgangi í grunnnám.

Greiðsluseðlar vegna skólagjalda koma í lok júní. Þeir birtast í heimabanka forráðamanna nemenda yngri en 18 ára en nemendur sem orðnir eru 18 ára fá greiðsluseðil í sinn heimabanka.

 

Nám með vinnu

Nemendur sem sóttu um nám með vinnu geta vænst þess að búið verði að afgreiða umsóknir þeirra á næstu vikum.

Nemendur sem sækja um á dreifnámsvef geta opnað umsókn sína og fylgst með stöðunni þar. Nemendur fá einnig póst frá kerfinu um leið og umsókn hefur verið afgreidd.

Ekki er rukkað fyrir nám með vinnu fyrr en í byrjun ágúst. Þegar tekist hefur að gjaldfæra af kortum þá innritast viðkomandi.