fbpx
Menu

Fréttir

06. desember 2021

Afgreiðsluborð fyrir Forlagið

Nemendur á starfsbraut útbúa afgreiðsluborð fyrir ForlagiðNemendur á starfsbraut útbúa afgreiðsluborð fyrir ForlagiðNemendur á þriðja ári á starfsbraut Tækniskólans fengu tækifæri til að gera afgreiðsluborð fyrir Forlagið og mun það prýða afgreiðsluna í verslun Máls og menningar. Nemendur endurnýttu gamalt stofuborð til verksins en viðbótarfætur voru renndir til að hækka borðið, borðplata stytt og listar settir kringum hana. Þá var ýmis konar afgöngum eins og parketfjölum púslað saman í nýtt yfirborð og það síðan slípað.

Útkoman er virkilega skemmtileg og óskum við nemendum og kennara þeirra, Birgittu Baldursdóttur, til hamingju með þessa fallegu smíð í samvinnu við atvinnulífið.