fbpx
Menu

Fréttir

08. janúar 2019

Almennt nám á vorönn 2019 fyrir raunfærninemendur

Almennt nám á vorönn 2019 fyrir raunfærninemendur

Námið fer af stað ef nægilega margir hafa skráð sig 14. janúar

Mánudaginn 14. janúar 2019 klukkan 16:00 verður kynningar- og skráningarfundur í Tækniskólanum, Skólavörðuholti, stofu 415.

Reyndir kennarar kenna öllum hópum og kennslan er aðlöguð hópnum. Algengt er að nemendur hafi lítinn grunn og oft langt síðan þeir hafa verið í námi.

Ástundun og virkni eru lykilatriði

Fyrst eru kenndir áfangar á 1. þrepi í um 6 vikur, svo taka við áfangar á 2. þrepi í um 6 vikur. Best er að sitja báða hópa, nauðsynleg ef langt er síðan nemandi tók fyrri áfangann. Ef nemandi á einungis eftir seinni áfangann getur hann aðeins tekið hann.

Námsmat felst ekki í 100% prófi í lokin heldur eru verkefni (einstaklings- og hópverkefni) og próf í hverri viku sem hafa vægi.

Kolbrún Kolbeinsdóttir, [email protected], sími 514 9301.
Einfaldast að skrá sig með því að senda tölvupóst á Kolbrúnu, [email protected] með eftirfarandi upplýsingum:
a) nafn
b) kennitala
c) netfang (sést í tölvupósti)
d) gsm símanúmer
e) iðngrein
f) áfangar (hverjir að neðangreindum?)

  • Enska: ENSK1LM05YT og ENSK2AE05AT
  • Íslenska: ÍSLE1UP05YT og ÍSLE2AA05AT
  • Stærðfræði: STÆR1BB05YT og STÆR2BR05AT