fbpx
Menu

Fréttir

02. nóvember 2018

Alþjóðamessa í evrópskri starfsmenntaviku

Alþjóðamessa í evrópskri starfsmenntaviku

Alþjóðamessa fimmtudaginn 8. nóvember

Þennan dag mun Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækja skólann í tilefni af evrópskri starfsmenntaviku.

Alþjóðlegt samstarf skólans verðu kynnt í framtíðarstofu á 3. hæð Skólavörðuholti frá kl. 10:00-14:00

Tækniskólinn hefur staðið vel að alþjóðlegu samstarfi

Nem­endur og kennara fara reglu­lega til annarra landa til að taka þátt í verk­efnum og nám­skeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra. Tækniskólinn er með VET Mobility Charter vottun sem er gæðavottun á góð náms- og þjálf­un­ar­verk­efni.

Langar þig í hópferð með samnemendum þínum, fara á námskeið eða taka hluta af starfsnámi þínu erlendis? Komdu við í framtíðarstofunni og kynntu þér möguleikana.

Tækniskólinn sækir um Erasmus+ ferða og uppihaldsstyrki fyrir nemendur og starfsmenn sem hafa áhuga á að fara til Evrópu í lengri eða skemmri námsferðir. Þeir nemendur eða starfsmenn sem hafa áhuga á að sækja styrk geta byrjað á að fylla út form sem útbúið hefur verið.  Umsóknarform

Alþjóðafulltrúi skólans hefur í framhaldinu samband. Alþjóðafulltrúi, nemendur og starfsmenn sitja fyrir svörum og fræða gesti og gangandi um ferðir, ferðatilhögun og annað sem gott er að vita.

Upplýsingasíða um alþjóðlegt samstarf Tækniskólans og umsóknarferlið.

Upplýsingar á vef Erasmus+ um evrópska starfsmenntaviku.