fbpx
Menu

Fréttir

04. nóvember 2022

Átaksverkefnið #kvennstarf

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með þá glæsilegu viðurkenningu að hljóta Íslensku menntaverðlaunin.

Fulltrúar frá Tækniskólanum fengu þann heiður að taka á móti verðlaunum í flokknum framúrskarandi framlag til iðn- og verkmenntunar fyrir verkefnið #kvennastarf. Verkefnið er samstarfsverkefni Tækniskólans og allra iðn- og verkmenntaskóla landsins. Verkefnið hefur beinst að því að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum.

Þess má geta að tvö önnur verkefni voru einnig tilnefnd til verðlauna. Í fyrsta lagi er það málarabraut Byggingatækniskólans, sem hlaut tilnefningu í flokknum framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Í öðru lagi er það Tæknimenntaskólinn, einn af undirskólum Tækniskólans, sem var tilnefndur í flokknum framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur.