fbpx
Menu

Fréttir

07. febrúar 2022

Aukatímar og aðstoð í námi

Bókasafnið HáteigsvegiÁhersla er lögð á að veita nem­endum í Tækniskólanum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best. Við hvetjum nemendur til þess að nýta sér þá þjónustu sem stendur til boða.

 

Aukatímar

Á hverri önn er boðið upp á aukatíma í ýmsum námsgreinum.

 

Bókasafn

Bókasafn Tækniskólans veitir nem­endum greiðan aðgang að upp­lýs­ingum og heim­ildum vegna náms og kennslu.

 

Námsver

Nám­sver skólans veitir nem­endum sem glíma við námserfiðleika aðstoð í námi. Þar er hægt að fá hjálp við próf­töku, stuðning við heimanám sem og almenna aðstoð í grunn­greinum. Nem­endur geta einnig leitað þangað ef þörf er á aðstoð við verk­efna- og ritgerðarsmíð.

 

Náms- og starfsráðgjafar

Í skól­anum eru starf­andi fimm náms- og starfsráðgjafar sem aðstoða nem­endur við ýmis­legt sem lýtur að námi og náms­fram­vindu.

 

Sálfræðingur

Skólinn býður nem­endum gjald­frjálsa sálfræðiþjón­ustu og er hún opin öllum.