fbpx
Menu

Fréttir

19. mars 2018

Besti Skrúfudagur frá upphafi

Besti Skrúfudagur frá upphafi

Fljúga, sigla og stjórna vélum bæði stórum og smáum.

Heilu fjölskyldurnar komu í heimsókn á Skrúfudeginum og skoðuðu verkefni, tæki og tól sem nemendur og kennarar voru að sýna. Guðni Th. Jóhannesson forseti heiðraði skólann með nærveru sinni og fékk leiðsögn um skólann í fylgd útskriftarnema, Jóns B. Stefánssonar, skólameistara og Hildar Ingvarsdóttur tilvonandi skólameistara.

Kennslustofur opnar

Hægt var að fylgjast með flugherminum í gangi, sigla skipum, gera við net, og fletta upp í gömlum útskriftarmyndum. Fjöldi fyrirtækja var með kynningu og stofnanir eins og Landhelgisgæslan voru með fulltrúa á svæðinu. Blóðbankinn kíkti í heimsókn og gátu gestir gefið blóð.

Mjög vel þótti takast til með Skrúfudaginn að þessu sinni og var skipulag og allur aðbúnaður í skólanum til fyrirmyndar.