fbpx
Menu

Fréttir

09. mars 2021

Bláfjallaferð

Bláfjallaferð

Tækni­skólinn stendur fyrir skíða- og bretta­degi í Bláfjöllum mánu­daginn 15. mars. Skráning er opin til kl. 12:00 föstu­daginn 12. mars.

Nem­endur sem fara í ferðina fá fjar­vistir í tímum sem skarast við ferðina felldar niður.

Boðið verður upp á rútuferðir frá öllum aðalbygg­ingum Tækni­skólans á eft­ir­far­andi tímum:

Hafn­ar­fjörður kl. 9:00
Háteigs­vegur kl. 9:30
Skólavörðuholt kl. 10:00

Verð:

Miði í fjallið: 2240kr.
Leiga á búnaði: 2800kr.

Skráning fer fram hér

Ein­ungis eru 50 sæti laus í ferðina og gildir reglan um fyrstur kemur – fyrstu fær.