fbpx
Menu

Fréttir

13. október 2022

Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn 2022Við minnum á Bleika daginn á morgun – föstudaginn 14. október.

Sýnum baráttunni gegn krabbameini stuðning og mætum í bleikum fötum í skólann.

Á vefsíðu bleiku slaufunnar segir meðal annars: „Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að sýna lit og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.“

Boðið verður upp á bleikt bakkelsi í öllum aðalbyggingum Tækniskólans í tilefni dagsins.