fbpx
en
Menu
en

Fréttir

12. ágúst 2020

Bréf til nemenda vegna Covid-19

Kæru nemendur og forráðamenn (The text in English here)

Þá líður að upphafi annarinnar. Eins og þið vitið búum við nú við ákveðnar takmarkanir tengdar COVID-19, bæði hvað varðar fjölda sem mega koma saman (100) og leyfilega fjarlægð milli einstaklinga (2 m). Okkur er því nokkur vandi á höndum að skipuleggja skólastarfið sem verður að öllum líkindum blanda af stað- og fjarnámi fyrir flesta í haust. Í gær og í dag hefur verið reifuð hugmynd um 1 metra reglu. Verði hún að veruleika mun hún einfalda allt skipulag verulega og gera fleirum kleift að vera í skólabyggingum okkar í einu og þar með kenna meira á staðnum en ella.

Til stóð að birta stundatöflur nú á föstudag (14. ágúst) en í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir og að nýjar reglur um takmarkanir hafa ekki verið kynntar erum við í biðstöðu með að ljúka stundatöflugerð. Því munuð þið ekki fá stundatöflur fyrr en í næstu viku. Ég mun senda ykkur frekari upplýsingar um það í lok vikunnar.

Þá mun fyrirkomulag skólasetningar fyrir nýnema sem stóð til að yrði í þremur athöfnum 19. ágúst breytast og verður móttaka nýnema kynnt betur í pósti til þeirra á næstu dögum.

Ég vona að þið hafið notið sumarsins og hlakkið til að hefja námið í haust. Við hlökkum sannarlega til taka á móti ykkur. Við förum bjartsýn inn í þessa önn en verðum jafnframt viðbúin að bregðast við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma. Öryggi og velferð nemenda okkar og starfsfólks er númer 1, 2 og 3.

Bestu kveðjur, Hildur skólameistari