fbpx
en
Menu
en

Fréttir

30. apríl 2020

Breytt opnun Tækni­skólans

Breytt opnun Tækniskólans

Tækni­skólinn verður opinn nem­endum og starfs­fólki frá 4. maí. Athugið að skólinn er ein­göngu opinn þeim nem­endum sem eru að fara í kennslu­stundir, eiga bókað viðtal  hjá námsráðgjöfum eða sálfræðingi eða eiga erindi á skrif­stofu, bóka­söfn eða til að losa skápana sína. Þeim sem finna fyrir flensu- eða kvefeinkennum er ekki heimilt að koma í skólann en bent á að hafa samband við sinn skólastjóra.

Skólahúsnæðinu er skipt upp í skilgreind svæði fyrir ákveðna nemendahópa og ekki er heimilt að fara milli svæða nema nauðsyn beri til.

Sér­inn­gangur er fyrir hvert svæði. Nem­endur mæta sam­kvæmt nýrri stunda­töflu og ætlast er til að þeir yfir­gefi húsið að kennslu lok­inni. Mötu­neyti eru lokuð en nem­endum er bent á að koma með nesti.

Nem­endur fá póst frá sínum skóla­stjórum með nánari upp­lýs­ingum.
Smellið hér til að lesa bréf skóla­meistara til allra nem­enda:
Upplýsingar til nemenda 2. maí 2020 – information for students May 2nd 2020

Námsráðgjafar og sálfræðingur eru nú aftur til viðtals á skrif­stofum sínum í skól­anum en panta þarf tíma fyr­ir­fram, í INNU,  gegnum síma eða með  tölvu­pósti.

Skrif­stofur skólans eru opnar og þangað er hægt að skila bókum af bóka­söfn­unum.

Nem­endur sem koma í viðtal eða eiga erindi við skrif­stofu eiga að nota aðalinn­gang á hverjum stað.

Alltaf er hægt að hafa sam­band í síma 514 9000, í net­spjallinu eða í tölvu­pósti, tskoli@tskoli.is