fbpx
en
Menu
en

Fréttir

30. apríl 2020

Breytt opnun Tækniskólans

Breytt opnun Tækniskólans

Tækniskólinn verður opinn nemendum og starfsfólki frá 4. maí. Athugið að skólinn er eingöngu opinn þeim nemendum sem eru að fara í kennslustundir, eiga bókað viðtal  hjá námsráðgjöfum eða sálfræðingi eða eiga erindi á skrifstofu, bókasöfn eða til að losa skápana sína. Þeim sem finna fyrir flensu- eða kvefeinkennum er ekki heimilt að koma í skólann en bent á að hafa samband við sinn skólastjóra.

Skólahúsnæðinu er skipt upp í skilgreind svæði fyrir ákveðna nemendahópa og ekki er heimilt að fara milli svæða nema nauðsyn beri til.

Sérinngangur er fyrir hvert svæði. Nemendur mæta samkvæmt nýrri stundatöflu og ætlast er til að þeir yfirgefi húsið að kennslu lokinni. Mötuneyti eru lokuð en nemendum er bent á að koma með nesti.

Nemendur fá póst frá sínum skólastjórum með nánari upplýsingum.
Smellið hér til að lesa bréf skólameistara til allra nemenda:
Upplýsingar til nemenda 2. maí 2020 – information for students May 2nd 2020

Námsráðgjafar og sálfræðingur eru nú aftur til viðtals á skrifstofum sínum í skólanum en panta þarf tíma fyrirfram, í INNU,  gegnum síma eða með  tölvupósti.

Skrifstofur skólans eru opnar og þangað er hægt að skila bókum af bókasöfnunum.

Nemendur sem koma í viðtal eða eiga erindi við skrifstofu eiga að nota aðalinngang á hverjum stað.

Alltaf er hægt að hafa samband í síma 514 9000, í netspjallinu eða í tölvupósti, [email protected]