en
Menu
en

Fréttir

13. mars 2020

Breyttir kennslu­hættir vegna lok­unar skóla

Breyttir kennsluhættir vegna lokunar skóla

Kæru nem­endur

Í dag föstu­daginn 13. mars til­kynnti heil­brigðisráðherra sam­komu­bann og að fram­halds­skólum yrði lokað frá og með miðnætti á sunnudag í fjórar vikur.  Þessi ákvörðun er liður í aðgerðum til að stemma stigu við COVID-19 far­aldr­inum. Kennsla við Tækni­skólann mun því færast yfir á sta­f­rænt form í næstu viku og vera þannig fram að páskum.

Á mánu­daginn verður engin kennsla.  Helgina sem er fram undan og mánu­daginn munu starfs­menn nýta til þess að und­irbúa kennslu með breyttu sniði.  Við munum nota Microsoft teams samhliða Inn­unni og munuð þið fá nánari upp­lýs­ingar um það sendar í pósti ekki seinna en á mánudag.  Ef þið hafið ekki aðgang að tölvu utan skólans biðjum við ykkur um að senda póst á tolvuthjonusta@tskoli.is og munum við reyna að leysa málin en við eigum dálítið af tölvum til láns.

Námið í Tækni­skól­anum er afskap­lega fjöl­breytt.  Sumt nám kallar á mikla viðveru nem­anda í skóla meðan annað er hægt að færa alfarið yfir á netið.  Og svo er slatti af greinum sem lenda þarna mitt á milli.  Það er markmið okkar að nem­endur verði fyrir sem minnstum töfum í námi og mun námið meðan skóla­lokun stendur taka mið af því.  Því má gera ráð fyrir að námsáætlanir breytist í sumum fögum og er því mik­il­vægt að þið fylgist vel með.  Þá verða kennslu­hættir mis­jafnir milli greina.  Kenn­arar verða skv. stunda­töflu á Microsoft teams. Mis­jafnt verður svo hvernig kennslu­stundir og verk­efna­vinna verður útfærð. Þið munuð fá nánari upp­lýs­ingar um það frá ykkar kenn­urum.

Þótt þið getið ekki mætt í skóla­húsnæðið munum við reyna að sinna ykkur eins vel og hægt er. Þannig verður hægt að fá viðtöl yfir netið við náms- og starfsráðgjafa og sálfræðing, starfs­menn skrif­stofu munu taka við erindum og koma þeim áleiðis o.s.frv.. þótt mest af þeirri vinnu verði unnin heiman frá.  Nú er aldeilis gott að vera komin með tækni sem gerir okkur þetta kleift.

Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að fylgja fyr­ir­mælum land­læknis um sótt­varnir í hví­vetna.  Þá hvet ég ykkur til þess að stunda námið vel meðan á lokun stendur og huga einnig vel að ykkur sjálfum og fólkinu í kringum ykkur. Ekki hika við að hafa sam­band ef eitthvað er.

Kær kveðja,
Hildur skóla­meistari