fbpx
Menu

Fréttir

03. september 2019

„Buddies“

„Buddies“

Nýtt verkefni – „Buddies“ – brú milli menningarheima

Tækniskólinn er að fara af stað með nýtt verkefni í vetur. Þátttakendur verða  nemendur af erlendum uppruna sem stunda nám á íslenskubraut og íslenskir nemendur á aldrinum 17 – 20 ára.  Markmið verkefnisins er að nemendur – sem vinna tveir og tveir saman – kynnist menningu ólíkri sinni eigin og að íslensku nemendurnir styðji við nemendur á íslenskubraut á margvíslegan hátt, svo sem við að kynnast skólanum, starfsfólki, félagslífi og þjónustu skólans, enn fremur að þeir kynnist íslenskri menningu, siðum og venjum.  Þannig verði verkefnið eins konar brú milli menningarheima.

Kynningarfundur verður í stofu 42, Framtíðarstofu fimmtudaginn 5. september kl. 12.30 – 13.10 fyrir þá íslensku nemendur sem vilja taka þátt í Buddies-verkefninu.

Leitað er eftir nemendum sem eru fæddir 1999 – 2002 og hafa áhuga á að taka þátt.  Í boði er félagsskapur, ábyrgð, skemmtun, smá ferðalag til að hrista hópinn saman, og svo fá allir þátttakendur einingar fyrir verkefnið.