fbpx
Menu

Fréttir

16. nóvember 2022

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tunguDag­ur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur þann 16. nóv­ember ár hvert á fæðing­ar­degi Jónasar Hall­gríms­sonar.

Markmið dagsins er að minna á mik­il­vægi íslenskrar tungu og fagna sögu hennar, auk þess sem veitt eru verðlaun og viðurkenn­ingar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.

Í tilefni dagsins las Tetiana Balika, nemandi á íslenskubraut, upp ljóðið Einbúinn eftir Jónas Hallgrímsson. Tetiana hefur búið á Íslandi síðan í mars á þessu ári, en hún fluttist til landsins frá Úkraínu.

Við þökkum henni fyrir lesturinn.