fbpx
Menu

Fréttir

16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Ólafur SveinnMargrét LóaÁ degi íslenskrar tungu koma tveir af starfsmönnum Tækniskólans og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og fagna sögu hennar, auk þess sem veitt eru verðlaun og viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.

Í Tækniskólanum hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur með því að bjóða upp á upplestur á bókasafni skólans og í ár eru það skáldin okkar þau Margrét Lóa og Ólafur Sveinn sem koma og lesa upp úr nýlegum ljóðabókum sínum.

Að þessu sinni verður lesið í Framtíðarstofunni á Skólavörðuholti kl. 10:35, á bókasafninu í Hafnarfirði kl. 13:10 og á bókasafninu á Háteigsvegi kl. 14:15.

Allir velkomnir!