Ég kýs
Skuggakosningar
Meginmarkmiðið herferðarinnar #ÉgKýs er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa í Alþingiskosningum. Einn liður í þessu lýðræðisverkefni eru skuggakosningar framhaldsskólanemenda um allt land.
Skuggakosningar eru eins konar æfingakosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa sem bjóða sig fram til Alþingis 30. nóvember. Megintilgangur kosninganna er að þjálfa þá nemendur sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn.
Það verður spennandi að bera saman niðurstöður úr kosningum framhaldsskólanema við lýðræðislega niðurstöðu þjóðarinnar!
Kosningar í Tækniskólanum og kjörstjórn
Skuggakosningar í Tækniskólanum verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvember. Hægt verður að kjósa í matsölum nemenda á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði en í Hátíðarsalnum á Háteigsvegi. Kosningarnar hefjast kl. 12:00 og standa yfir til kl. 16:00 sama dag.
Samkvæmt lögum um skuggakosningar ber að skipa kjörstjórn sem er skipuð fjórum nemendum og einum kennara. Nemendur sem hafa áhuga á að starfa í kjörstjórn geta sent tölvupóst á Lilju Ósk í gegnum netfangið lom@tskoli.is.
Að starfa í kjörstjórn er frábært tækifæri fyrir nemendur sem hafa áhuga á lýðræðinu, stjórnmálum eða félagsstörfum.