fbpx
Menu

Fréttir

19. júní 2023

Einstakt samstarf

Á samning hjá Eimskip

Tækniskólinn, Eimskip og Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir sem útskrifaðist með C réttindi í skipstjórn á dögunum hafa gert með sér samning um starfsþjálfunarnám í skipstjórn samkvæmt STCW-stöðlum.

Samningurinn felur í sér starfsþjálfun sem fram fer um borð í skipum Eimskips undir leiðsögn sérþjálfaðra skipstjórnenda. Gert er ráð fyrir að það taki sex til tólf mánaða siglingatíma að ljúka þjálfun samkvæmt þjálfunarhandbók en ef ekki væri fyrir umræddan samning tæki það nemanda allt að tvöfalt lengri tíma að vinna sér inn siglingatíma. Neminn öðlast því nauðsynlega reynslu á mun styttri tíma ásamt því að fá góðan stuðning og fræðslu frá starfsfólki félagsins. Eimskip er fyrst fyrirtækja hér á landi til þess að virkja slíkan samning við íslenskan nemanda.

Lesa má nánar um þetta frábæra samstarf á vefsíðu Eimskips.