fbpx
Menu

Fréttir

23. júní 2020

Endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Við athöfn í skólanum að Flatahrauni var verklokum við endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Auk skólans standa að verkinu Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafn Íslands. Við endursmíði Krýsuvíkurkirkju hafa nemar skólans fengið innsýn í og þjálfun við að beita þeim vinnuaðferðum sem tíðkuðust við smíði timburhúsa um miðja 19. öld sem mun nýtast þeim í viðgerðum gamalla bygginga. Grunnur að varðveislu eldri bygginga fellst ekki minnst í þekkingu á gömlu handverki. Við athöfnina tók Þjóðminjasafn Íslands við kirkjunni tímabundið en síðar í sumar, þegar kirkjan hefur verið flutt á grunn sinn í Krýsuvík og vígð, tekur Vinafélag Krýsuvíkurkirkju formlega við kirkjunni til eignar og umsjár.

Viðstaddir athöfnina voru fjöldi manns og m.a. kennararnir sem hafa unnið frábært og ómetanlegt starf við endurbygginguna. Kennararnir eru Björn Ottó Halldórsson, Bjarni Þorvaldsson, Guðmundur Helgi Helgason, Hrafnkell Marinósson og Engilbert Valgarðsson sem hafa miðlað af kunnáttu sinni til fjölda nemenda við endursmíðina.