Fjarkynning fyrir aðstandendur
Kæru aðstandendur nýnema í Tækniskólanum (English below)
Ykkur er boðið á fjarkynningu fyrir aðstandendur nýnema í Tækniskólanum fimmtudaginn 24. ágúst kl. 18:00. Áætlað er að kynningin taki u.þ.b. eina klukkustund. Hlekkur á kynninguna er hér en hann verður einnig aðgengilegur á vefsíðu skólans.
Á kynningunni munum ég og Guðrún aðstoðarskólameistari auk starfsfólks stoðþjónustu skólans segja frá starfseminni, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefnum Innu, félagslífi og fleiru. Við munum bjóða upp á sambærilegan fund á ensku klukkan 20:00 sama kvöld.
Þess má geta að á mánudaginn 28. ágúst er öllum forráðamönnum sem eiga börn sem eru í HVAÐ-hópum einnig boðið í foreldrakaffi á sama tíma og HVAÐ tíminn fer fram – þ.e. klukkan 9:20. Þá munu þeir hitta umsjónarkennara síns barns, hitta aðra forráðamenn og gott tækifæri gefst til að spyrja spurninga og sjá námsumhverfi barna sinna.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Hildur skólameistari og Guðrún aðstoðarskólameistari
Hér má sjá upptöku af kynningunni.
Dear parents and guardians
We would like to invite you to a virtual meeting in English for parents and guardians of students at Tækniskólinn Technical College on Thursday August 24th at 20:00. The meeting is expected to take about an hour. You can find a link to the meeting here but it will also be available on the school‘s website.
In the meeting Guðrún vice principal, Jóna Dís and I along with staff from our support services will give short presentations about the school, the services offered, the Inna information system, the school‘s social life and more.
I would also like to point out that parents/guardians of students that are enrolled in a HVAÐ class are also invited to a parent/guardian cafe at school next Monday August 28th at 9:20.
We look forward to seeing you on Thursday at 20:00.
Principal Hildur and assistant principal Guðrún
Here is a recording of the meeting in English.