15. júní 2023
Flugdagur Flugsafns Íslands
Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands verður haldinn á Akureyri laugardaginn 17. júní kl. 14:00–17:00.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði:
- Flugmódelfélag Akureyrar verður með flugmódel til sýnis
- Flugskóli Akureyrar og Flugakademía Keilis verða með kynningu á flugnámi
- Flugskóli Akureyrar býður gestum að prufa tölvuflughermi
- Fjöldi flugvéla og annarra flygilda verður til sýnis á svæðinu
- Félagar í Fornbíladeild Bílaklúbbs verða með bíla til sýnis á svæðinu
- Flugsýningin hefst kl. 15:00
- Circle Air býður upp á útsýnisflug að flugsýningu lokinni
Fulltrúar Tækniskólans verða á svæðinu og kynna nám í flugvirkjun.