fbpx
Menu

Fréttir

26. apríl 2021

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna í fjöl­mörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári.

Keppnin í ár var haldin með raf­rænum hætti laug­ar­daginn 24. apríl og alls tóku 58 lið þátt og þar af  20 lið frá Tækni­skól­anum.

Nánari upp­lýs­ingar um keppnina má finna á síðu Háskólans í Reykjavík.

 

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2021

Keppendum skipt í þrjár deildir

Keppn­inni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleika­stigi.

Delta er ætlað byrj­endum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast for­ritun. Æskileg kunn­átta er ein­föld strengja­vinnsla, inntak, úttak, if setn­ingar og ein­faldar lykkjur.

Beta er millistig sem er ætlað til að brúa bilið á milli Delta og Alpha. Hér má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu en í Delta, t.d. faldaðar lykkjur, flóknari strengja­vinnsla og ein­föld reiknirit.

Alpha er ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á for­ritun og skara fram úr. Bestu þátt­tak­endum úr þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólymp­íulið Íslands í for­ritun.

 

Úrslit hjá liðum Tækniskólans

Keppnin fór fram á netinu að þessu sinni vegna COVID-19 og stóðu lið Tækni­skólans sig mjög vel.

Eftir spenn­andi keppni lentu lið Tækni­skólans í öðru og þriðja sæti í Alfa deild, öðru sæti í Beta deild og öðru og þriðja sæti í Delta deild.

 

Alpha

Liðið sem var í öðru sæti í Alfa ber heitið: The good, the bad and the lucky

Liðsmenn: Arnór Friðriksson, Tristan Pétur And­ersen Njálsson, Kristinn Vikar Jónsson

 

Liðið sem var í þriðja sæti í Alfa ber heitið: Pizza Time

Liðsmenn: Tómas Orri Arn­arsson, Jón Bjarki Gíslason, Serik Ólafur Ásgeirsson

 

Beta

Liðið sem var í öðru sæti í Beta ber heitið: E­­­³

Liðsmenn: Einar Darri, Egill Ari, Elías Hrafn

 

Delta

Liðið sem var í öðru sæti í Delta ber heitið: Netþjón­arnir

Liðsmenn: Bjartur Sig­ur­jónsson, Daníel Stefán T. Valdi­marsson

 

Liðið sem var í þriðja sæti í Delta ber heitið: Annað sæti

Liðsmenn: Sigþór Atli Sverrisson, Bjarni Hrafn­kelsson, Birgir Bragi Gunnþórsson