fbpx
Menu

Fréttir

04. október 2022

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2022

Miðvikudaginn 5. október 2022 verður Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er markmið hans að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki.

Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum.

 

Fjölbreyttar forvarnir

Áhersla Tækniskólans á Forvarnardaginn 2022 verður á fjölbreyttar forvarnir, þ.e.a.s. forvarnir er lúta að geðheilsu, öryggi á vinnustað, fræðslu um hinsegin mál og samtali við nemendur um forvarnir.

Í tilefni dagsins mun forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, heimsækja skólann, kynna sér starfið og ræða við nemendur um forvarnir.

Við hvetjum alla til þess að taka þátt og huga að fjölbreyttum forvörnum!