fbpx
Menu

Fréttir

25. mars 2019

Frábær keppni og góður árangur okkar nemenda

Frábær keppni og góður árangur okkar nemenda

Nú er forritunarkeppni framhaldsskólanna 2019 lokið.

Að baki er stórskemmtileg keppni þar sem allir keppendur lögðu sig fram við að ná sem bestum árangri. Í ár var sú nýbreytni tekin upp að bæta við einni deild þannig að nú eru þær orðnar þrjár: Alpha, Beta og Delta. Alpha er erfiðasta deildin og er hún fyrir þá sem hafa tekið þátt í keppninni áður og/eða hafa töluverða reynslu af forritun. Síðan kemur Beta og svo Delta.

Í ár var keppnin æsispennandi og skiptust liðin á sætum fram til loka keppninnar. Í Delta keppninni var Tækniskólinn í öllum þremur efstu sætunum og í Alpha var Tækniskólinn í öðru sæti auk þess að eiga lið í 4. og 5. sæti. Í Beta keppninni voru liðin í 3. sæti og 4. sæti jöfn að stigum en lið frá Tækniskólanum lenti í fjórða sæti vegna tímamuna, þannig að munurinn gat ekki orðið minni. Sem sagt frábær keppni eins og alltaf og margir farnir að hlakka til þeirrar næstu.

Myndir af vinningsliðum Tækniskólans fylgja með fréttinni.

Vinningssæti liða Tækniskólans:

Annað sæti í Alpha var liðið Arrays Start At 1: Benedikt Aron Sigurþórsson, Davíð Bjarki Jónsson og Jón Benediktsson.

Fyrsta sæti í Delta var liðið  %0|%0: Hrafn Arason, Arnór Friðriksson og Tristan Pétur Andersen Njálsson.

Annað sæti í Delta var liðið Nafn=input():  Einar Karl Pétursson Baldur Fróði Briem og Guðmundur Brimir Björnsson.

Þriðja sæti í Delta var liðið Pizza Time: Serik Ólafur Ásgeirsson, Jón Bjarki Gíslason og Tómas Orri Arnarsson

Síða með upplýsingum um keppnina: forritun.is .