fbpx
Menu

Fréttir

06. apríl 2020

Framlengt samkomubann til 4. maí

Framlengt samkomubann til 4. maí

Kæru nemendur (English below)

Í dag, 3. apríl 2020, var tilkynnt um ákvörðun heilbrigðisráðherra að framlengja núgildandi samkomubann til 4. maí.  Það þýðir að skólabyggingar okkar verða lokaðar fyrir ykkur til a.m.k. 4. maí.  Þá vakna eðlilega upp margar spurningar varðandi námslok á þessari önn.

Í ljósi þessarar stöðu hefur verið ákveðið að ljúka öllum áföngum sem hægt er í fjarnámi, þar með talið öllum bóklegum áföngum, tölvuáföngum og teikniáföngum.  Jafnframt vinnum við nú að lausnum varðandi verklega áfanga og verða þær kynntar í fyrstu viku eftir páska.

Þið hafið staðið ykkur frábærlega í þessum breyttu aðstæðum.  Það ástand sem nú ríkir er ekki auðvelt fyrir neinn og nú reynir verulega á þrautseigju og úthald.  Það er gott fyrir okkur öll að páskafrí er að bresta á og vil ég hvetja ykkur til þess að njóta þess vel og vera dugleg að hlúa að ykkur og ykkar nánustu.  Um leið og páskafríið (4.- 14. apríl) veitir ákveðna hvíld er líka mikilvægt að nýta það vel ef þið eruð komin eftir á í verkefnaskilum.  Nú gefst gott tækifæri til þess að ná lestinni.

Það er mikilvægt að þið vitið að við berum hag ykkar fyrir brjósti og saman mun okkur takast að ljúka önninni þótt það verði með óhefðbundnum hætti.  Það er alveg ljóst að útskrift verður ekki með hefðbundnum hætti (risaathöfn í stórum sal) en við munum finna lausn sem hæfir þeim aðstæðum sem þá verða í samfélaginu.  Til útskriftarnemenda vil ég senda þau skilaboð að við munum leggja sérstaka áherslu á að þið náið að ljúka námi og útskrifast á réttum tíma.

Að lokum vil ég minna ykkur á alla þá aðstoð sem í boði er og hvetja bæði ykkur og forráðamenn til að hika ekki við að hafa samband við okkur ef eitthvað er.  Þið finnið upplýsingar um námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, skrifstofu skólans o.fl. á tskoli.is.

Gleðilega páska! Hildur skólameistari

 

Letter in English

Dear students

Today, April 3rd 2020, the Minister of Health in Iceland, announced a decision to extend the current closure of upper secondary schools and university buildings to May 4th.  This means that our school buildings will be closed until at least the 4th of May.

In light of this situation, it has been decided to complete all courses that we can remotely, including all general subjects (e.g. Icelandic, Math, English etc.), computer courses and drawing courses. We are also working on solutions for the vocational courses and will provide more information on how we plan to complete them in the first week after Easter.

You have done really well in this difficult situation.  This is not easy for anyone of us and requires  perseverance and endurance. It is good for all of us that Easter holiday is ahead and I encourage you to take good care of yourselves and your loved ones. The Easter holiday (April 4th – April 14th) can be a good chance to rest but it is also important to make good use of it if you are behind on project assignments. Now is a good opportunity to catch up.

It is important that you know that we have your interest at heart and I am sure that we will succeed in completing the semester together even if it is in an unconventional way.  It is quite obvious that the graduation will not be done in the traditional way (a big ceremony in a large hall), but we will find a solution that will suit the situation in society at that time.  To those that are registered for graduation this spring: we will make a special effort in order for you to be able to complete your courses and graduate on time.

Finally, I would like to remind you of the support services that are available at our school and I encourage both you and your parents/guardians not to hesitate to contact us if you have questions.  You will find information on counselling, psychology services, the school’s office etc. at tskoli.is.

Have a good Easter holiday!  Hildur principal